Hvernig þú velur rétta segldúkinn
Segldúkur er stór dúkur sem er notaður sem verndarhlíf yfir hluti eða svæði. Hvort sem þú þarft að geyma garðbúnað eða útilegudót þá verndar segldúkur eignirnar þínar gegn erfiðum veðurskilyrðum eins og mikilli rigningu, sterkri sól eða jafnvel hvössum vindi.
Segldúkar eru að mestu úr efnum sem eru bæði endingargóð og vatnsheld. Þeir eru vinsælir meðal fólks sem hefur gaman að útilegum og útivist þar sem auðvelt er að teygja úr þeim fyrir aukna vernd. Ef þú ert í leit að segldúk en veist ekki hvar þú átt að byrja þá erum við þér innan handar. Við höfum útbúið þessar þægilegu leiðbeiningar til að auðvelda leitina að segldúk sem hentar þínum þörfum.
Hvaða efni ættirðu að velja fyrir segldúkinn?
Segldúkar eru aðallega gerðir úr sterku rifþolnu efni til að tryggja að þeir þoli erfið veðurskilyrði. Þú hefur úr ýmsum efnum að velja og þar á meðal eru strigi, plast og pólýetýlen. Skoðum þessi efni aðeins nánar.
Segldúkar úr striga
Strigi er eitt algengasta efnið fyrir segldúka. Þessi tegund segldúka er framleidd úr bómull og hún er því nokkuð umhverfisvæn. Ef vel er hugsað um efnið þá getur það haldist í mörg ár. Þú getur einnig auðveldlega losað þig við segldúk úr striga þegar hann byrjar að slitna. Efnið brotnar algjörlega niður eftir nokkurn tíma og það andar einnig vel þar sem loft kemst auðveldlega á milli trefjanna. Það er einnig létt, sem gerir það auðvelt í meðhöndlun. Það er þó ekki vatnshelt og rotnar því auðveldlega eða myglar ef það er blautt til lengri tíma.
Segldúkar úr pólýetýleni
Pólýetýlen er afar fjölhæft og vinsælt efni fyrir segldúka þar sem það er endingargott og á góðu verði. Það er einnig sterkt, lyktarlaust, eiturefnalaust og veðurþolið. Pólýetýlen fæst annaðhvort háþétt eða láþétt. Sterkbyggður segldúkur úr pólýetýleni er með fleiri lögum af pólýetýleni og fleiri möskvum. Efnið fæst einnig í mismunandi litum, þar á meðal brúnum, hvítum og silfruðum. Ef þú ert í leit að segldúki til tímabundinnar notkunar þá skaltu skoða léttari segldúka. Þó verður að hafa í huga að ef dúkurinn er stöðugt úti í vondu veðri þá getur það haft neikvæð áhrif á uppbyggingu efnisins.
Segldúkar úr PVC
Segldúkar úr pólývínýlklóríði (PVC) eða plasti eru sterkir og endingargóðir. Þeir geta enst í meira en 15 ár. Þeir eru besti kosturinn fyrir flestar varnarþarfir. PVC er einnig fjölhæft og á góðu verði og þú getur klippt og mótað efnið á þann hátt sem þér hentar. Það er létt en engu að síður slitsterkt. Segldúkur úr plasti þolir einnig högg, tæringu, kemísk efni og ýmsa veðráttu. PVC er þar að auki öruggt efni og inniheldur engin eiturefni. Hins vegar ættirðu að forðast beitta hluti þegar þú notar plastdúk þar sem þeir geta auðveldlega rispað efnið. Einnig er skynsamlegt að vernda efnið gegn nagdýrum.
Aðrir þættir sem vert er að hafa í huga
Auk efniviðarins er ýmislegt annað sem þarf að passa upp á þegar segldúkur er keyptur. Með því að hafa eftirfarandi hluti í huga gengurðu úr skugga um að segldúkurinn mæti þörfum þínum.
Þykkt
Segldúkar eru misþykkir. Framleiðendur mæla segldúka í millímetrum. Þykkari dúkar endast betur heldur en þynnri dúkar. Ef þú ert í leit að segldúk sem þú getur notað utandyra þá er sniðugt að velja þykkari dúk sem þolir mikla rigningu, hvassan vind og sterka sól.
Stærð og lögun
Mikilvægt er að velja segldúk sem hylur hlutina eða svæðið án þess að aukaefni sé til staðar. Ef þú ert t.d. að fara í útilegu þá er best að þú takir ekki segldúk með sem er stærri og þyngri en þörf er á fyrir tjaldið. Mældu stærð tjaldgólfsins og finndu segldúk sem er nokkrum sentímetrum stærri en tjaldgólfið. Einnig er mikilvægt að taka tillit til lögunar tjaldgólfsins til að forðast að kaupa rétthyrndan dúk fyrir ferhyrnt gólf.
Litir
Fólk sem vill hafa ákveðið heildarútlit á tjaldinu ætti að veita lit segldúksins athygli þar sem hann getur spilað stórt hlutverk í að setja réttan svip á rýmið. Þú getur til dæmis valið lit sem passar við restina af útilegubúnaðinum. Val á rétta litnum getur einnig verið af praktískum ástæðum. Dýralífsljósmyndari gæti t.d. viljað kaupa segldúk í náttúrulegum litum til að láta fara minna fyrir sér.
Hvernig þú hugsar um segldúkinn
Þó að segldúkur sé slitsterkur og vatnsþolinn þá er engu að síður mikilvægt að viðhalda honum. Hér eru nokkur ráð varðandi viðhald sem gott er að hafa bakvið eyrað.
-
Notaðu milda sápu til að hreinsa segldúkinn. Milt sápuvatn virkar vel á óhreinindi sem safnast á dúkinn.
-
Við hreinsun er gott að breiða úr dúknum og nota svamp eða mjúkan bursta til að fjarlægja óhreinindi.
-
Ef erfitt er að ná blettum úr dúknum þá er gott að breiða almennilega úr honum og leggja blettinn í sápuvatnsbleyti í um 15 mínútur.
-
Forðastu að nota sterk eða harkaleg efni á segldúkinn þar sem þau geta valdið óafturkræfum skaða.
Skoðaðu úrvalið okkar af segldúkum fyrir næsta ævintýrið þitt.