Litlar svalir í stórum stíl

Takmarkað pláss en óendanlegir möguleikar: notagildi og

Skoða svalahúsgögn og -innréttingarkeyboard_arrow_right

Í blokkaríbúðum er afar þægilegt að hafa persónulegt útirými. Svalir, sama hversu litlar þær eru, gefa möguleikann á að njóta útiveru og afslöppunar í góðu veðri.

Það er hægt að innrétta allar svalir, óháð stærð, á notalegan hátt. Það er auðvelt að innrétta stærri svalir og finna húsgögn sem henta fyrir afslöppunardagana á sumrin. Ef svalirnar eru aftur á móti í minna lagi, getur það verið snúnara en þó er engin ástæða til að örvæntinga, það eru til frábærar lausnir fyrir litlu svalirnar líka.

Hvernig er best að innrétta svalirnar?

Eins og í öllum innréttingaverkefnum þarf að byrja á því að skoða hvernig rýmið er notað og hverjar þarfir notendanna eru. Með þetta í huga, höfum við tekið saman nokkra skemmtilega möguleika.

Hvað með að setja upp kaffihúsastemningu á svölunum? Þar er hægt að njóta þess að drekka kaffibolla eða tvo úti við, með vinum eða með bók í hönd. Bistrósett eru tilvalin fyrir litlar svalir og fást í mörgum útfærslum og innréttingastílum. Gott ráð fyrir svalainnréttinguna er að velja lítið borð. Það gefur meira olnbogarými eða pláss fyrir stærri og notalegri stóla. 

 

Hagnýt og skapandi ráð fyrir svalainnréttingu

Til að nýta plássið sem best er hægt að setja bekk (eða tvo) á svalirnar. Lífgaðu upp á bekkinn með þægilegum púðum og sessum og finndu lítið borð í svipuðum stíl.  

Fyrir þá sem eru meira fyrir bóhem-stíl er hægt að nota gólfpúða og sessur. Smáatriði eins og litríkir púðar, mjúk gólfmotta og ljósaseríur eða önnur mjúk lýsing skapar töfrandi og draumkennda Boho paradís.

 

Hvaða aukahlutir eru möst á svalirnar?

Svalirnar, rétt eins og önnur rými, ættu að vera hagnýtar og hafa tilgang. Aukahlutir og smáatriði í svalahönnun gera rýmið enn hlýlegra og notalegra þegar markmiðið er góð sumarslökun.

Byrjaðu hérna og finndu innblástur fyrir svalainnréttinguna. Óháð því hvaða stíl þú hefur í huga, mælum við alltaf með því að huga að þægindunum fyrst og fremst. Púðar og sessur eru lykillinn að þægindum þegar kemur að útiveru.

 

Þægilegar stóla- og bekkjasessur við allra hæfi

Litríkar sessur og púðar eru einföld lausn til að lífga upp á stóla og bekki á svölunum. Hjá okkur færðu vandaða skrautpúða sem eru bæði litríkir og fallegir og þola notkun utandyra.

Punkturinn yfir i-ið á notalegum svölum er mjúk, falleg motta. Motta er ekki bara mjúk undir fót, heldur undirstrikar hún flæðið milli inni- og útirýmis svo það myndar samfelldan heildarsvip og heimilislega og kósí stemningu.

Okkar ráð: Svalir gefa möguleikann á útiveru og fersku lofti og það er hægt að búa þær undir hvers konar veður. Til að verja gegn skaðlegum sólargeislum og skapa næði, mælum við með því að setja upp veggsólhlíf eða svalaskjólvegg. Mjúk og hlý teppi eru líka tilvalin fyrir svöl sumarkvöld þegar þú vilt njóta þess að sitja úti frameftir kvöldi. 

Hafðu svalirnar hagnýtar og stílhreinar


Hvernig líta draumasvalirnar þínar út? Sérðu fyrir þér slakandi kósíhorn með mjúkum púðum eða hvernig væri að færa skrifstofuna út á svalir? Ef veður leyfir, er frábær hugmynd að færa sig af heimaskrifstofunni og út á svalir. Allt sem þarf er borð sem hentar undir fartölvuna og þægilegur stóll. 

Vegghengd borð eru stórsniðug til að nýta plássið sem best á litlum svölum. Þessi borð er hægt að nota sem vinnuborð en má leggja niður á einfaldan hátt þegar þau eru ekki í notkun. Þegar kemur að því að velja stól við borðið er best að hafa 25-33 cm bil frá stólsæti að borðplötu, svo líkaminn sé í góðri vinnustellingu.

 

 

 

Topp 5 stílráð fyrir svalir


Svalirnar þínar, reglurnar þínar! Það eru til fjölmargar lausnir sem sameina stíl og notagildi fyrir litlar svalir. Mundu bara að það eru smáatriðin sem setja persónulegan svip á rýmið. Sjáðu fyrir þér hver tilgangur svalarýmisins á að vera, t.d. slökun, gestasvæði eða vinnurými, og notaðu aukahluti og uppröðun til að undirstrika hann. Veldu fallega og stílhreina húsgögn og skrautmuni en reyndu líka að finna hagkvæmar og smekklegar lausnir sem henta tilganginum. 

  1. Skapaðu stemningu með fallegri lýsingu. Hér er t.d. hægt að nota seríur, hangandi lampa, kertastjaka og ýmislegt annað fyrir afslappandi andrúmsloft.
  2. Settu upp svalasólhlíf eða skjólvegg til að mynda gott skjól frá sólinni. 
  3. Vantar geymslupláss? Bekkur með geymsluhirslu undir sætinu er frábær leið til að nýta plássið á svölunum.
  4. Macramé hnútahengi skapa notalega bóhem stemningu á svölunum. Macramé hengin fást í ýmsum útgáfum og litatónum. décor.
  5. Hvað er notalegra en lifandi planta á svölunum? Fleiri plöntur! Notaðu beðkassa og blómapotta til að skapa náttúrustemningu á svölunum.