Loftviftur á viðráðanlegu verði
Ertu í leit að stílhreinni viftu á góðu verði? Þá ertu á réttum stað. Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af loftviftum, rafhlöðuknúnum handviftum og úðurum ásamt loftstjórnunarbúnaði. Rétta loftviftan getur fallið vel inn í núverandi innréttingar en einnig skapað flott og hlýtt umhverfi á brennandi heitum sumardögum.
Úrvalið okkar af loftviftum býður upp á stílhreinar hannanir og þú ættir því auðveldlega að geta fundið réttu loftviftuna fyrir heimilið þitt. Skoðaðu allt úrvalið af loftviftum í netverslun vidaXL á þessari síðu.
Af hverju að fá sér loftviftu?
Loftvifta er algjörlega ómissandi á heitum sumarmánuðum og nöprum vetrarmánuðum. Loftviftur kæla rýmið í heitu veðri og halda því hlýju og notalegu á veturna. Á veturna dreifir loftvifta heitu lofti niður frá loftinu á áhrifaríkan hátt, sem getur auðveldlega hjálpað til við að lækka rafmagnsreikninginn. Og hver vill það ekki? Á fullum hraða nota loftviftur í rauninni ekki meira rafmagn en 70 vatta ljósapera.
Loftviftur eru ekki aðeins hagnýtar varðandi hitun eða kælingu heldur líta þær einnig vel út. Þær hafa svo sannarlega þróast mikið síðustu árin. Í dag er alls ekki erfitt að finna flotta viftu sem birtir upp á heimilið og fellur fallega inn í innréttingarnar.
Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á gullfallegar loftviftur með ljósum. Þessar viftur lýsa bæði rýmið upp og kæla það niður. Loftvifturnar okkar með ljósum fást í ýmsum litum eins og silfur, svörtum og öðrum litum.
Tegundir mótora í loftviftu
Þegar kemur að viftum þá eru þær yfirleitt með tveimur mótorum: AC eða DC. Af þessum tveimur er AC eldri tæknin sem notuð er í viftumótora. Þessir mótorar eru venjulega með þriggja eða fimm hraða veggstýringu og fjarstýringu. Í flestum tilfellum er rofi á viftunni sem þú þarft að ýta á til að skipta á milli sumarstillingar og vetrarstillingar.
DC er hins vegar nýrri og nútímalegri tækni. DC mótorar eru hljóðlátari en AC mótorar og þeir nota auk þess mun minni orku. Fimm eða sex hraða fjarstýringar fylgja með þessum tegundum af viftum.
Þar að auki eru þær með mismunandi tegundum af viftublöðum. Í gamla daga voru tvær helstu gerðirnar af viftublöðum gerðar úr viði eða málmi. Viðarviftur eru yfirleitt hljóðlátari og eru því góður kostur fyrir svefnherbergi. Málmviftur eru oft hraðari, sem gerir þær þó einnig háværari. ABS plastblöð eru einnig farin að verða sívinsælli. Þær eru bæði hljóðlátar og hraðvirkar og þú færð því það besta úr báðum heimum.
Þegar það kemur að því að finna staðsetningu fyrir viftuna þá er gott að reyna að átta sig á því hvar hún myndi hita eða kæla best. Þú færð mestu kælingaráhrifin frá loftviftu beint fyrir neðan hana. Það gæti því verið sniðugt að fjárfesta í nokkuð stórri viftu ef herbergið er stórt til að fá sem mest úr henni. Þó verður að segjast að ef viftan á að fara í svefnherbergið þá er oft nóg að vera með litla viftu þar sem hún þarf í rauninni einungis að kæla rúmið.
Sumar eða vetur
Það er munur á sumar- og vetrarstillingu þegar kemur að loftviftum. Hitunar- eða kælingarvirknin fer algjörlega eftir því í hvaða átt viftan snýst.
Á sumrin ætti loftviftan að snúast rangsælis þar sem það rekur loftið niður á við og skapar þannig vindkælingu. Þetta getur fengið loftið til að virka allt að 10 gráðum kaldara. Á veturna ætti viftan hins vegar að snúast réttsælis. Hlýtt loft leitar alltaf upp, sem þýðir að það safnast saman nálægt loftinu þar sem loftviftan er staðsett. Með því að snúast réttsælis dreifir viftan heita loftinu um allt herbergið.
Ef þú veist að þú þarft loftviftu bæði á veturna og sumrin þá er mikilvægt að þú gangir úr skugga um að viftan sé með mótor sem gengur í báðar áttir.
Eiginleikar sem þú þarft að vita um loftviftur
Þegar kemur að loftviftum þá eru nokkur hugtök sem gott er að þekkja. Við skulum skoða þau snögglega:
-
Blaðavídd. Blaðavídd vísar í breidd viftunnar þegar hún er á hreyfingu.
-
Áfallshorn blaðs. Áfallshorn blaðs er í rauninni horn blaðsins.
-
Afkastageta loftstreymis. Afkastagetan segir til um hversu mikið loft viftan getur hreyft fyrir hvert vatt sem hún notar.
Mismunandi gerðir af loftviftum
Loftviftur eru bæði hagnýtar og fágaðar þegar þú velur rétta hönnun og stíl. Skoðum aðeins mismunandi gerðir af loftviftum:
-
Klassískar loftviftur. Ef heimilið er sígilt og minimalískt þá er klassísk loftvifta tilvalin. Loftvifta í sígildum stíl fellur fallega inn á heimilið og hjálpar til við að skapa heildarútlit sem gott jafnvægi er á.
-
Nútímalegar loftviftur. Ef heimilið er í nútímalegum stíl þá er nýmóðins loftvifta alveg nákvæmlega það sem þú þarft.
-
Útiloftviftur. Ef þú ert með borðstofu utandyra þá gætirðu hugsanlega viljað vera með loftviftu í rýminu. Sérstaklega ef svæðið er með þaki og þú vilt geta notið kaffibollans eða borðhalds útivið.
- Færanlegir viftur. Flytjanlegar viftur eru frábær kostur ef þú vilt geta fært viftuna eða ef þú ert að leigja og vilt ekki setja upp varanlega viftu.
Úrvalið er afar fjölbreytt og þú ættir því án efa að geta fundið viftu sem hentar þér.
Hlutir sem þú vissir kannski ekki um loftviftur
Nú þegar við erum að tala um loftviftur, af hverju ekki að skoða skemmtilegar staðreyndir, mýtur og aðra hluti sem þú vissir ekki um loftviftur?
-
Loftviftur geta líka hitað herbergið. Jú jú, við vitum öll að loftviftur eru frábærar á heitum sumardögum, en þær geta einnig haldið hita á heimilinu á köldum vetrardögum.
-
Loftviftur kæla fólk á tvo vegu. Þegar kemur að loftviftum þá kæla þær líkamann á tvo vegu: Með því að ýta undir varmastreymiskælingu og með því að ýta undir uppgufunarkælingu. Loftviftur geta einungis kælt fólk niður með því að færa loft yfir húðina.
-
Stærra er betra þegar kemur að loftviftum. Ef þú hefur áhuga á loftflæði og þú vilt að loftviftan nái að kæla stóran hluta herbergisins, þá þarf viftan að vera stór. Litlar viftur geta verið voða sætar og skrautlegar en þær gera mjög lítið gagn í stóru rými.
-
Hafðu viftu á lágum hraða. Best er að ofhugsa þetta ekki, en viftan nýtist best þegar þú hefur hana á lágum hraða.
-
Afkastagetan segir til um hversu vel viftan færir loftið. Skilvirknin eða afkastagetan segir til um hversu mikið loftstreymi þú færð á móti rafmagninu sem viftan notar.
Nú veistu svo gott sem allt sem hægt er að vita um loftviftur.
Hvernig þú velur nýju loftviftuna
Nú þegar þú veist meira eða minna allt sem hægt er að vita um loftviftur þá ættirðu að geta valið réttu viftuna fyrir þig. Skoðum því aðeins nokkra hluti sem gott er að hafa í huga við val á nýrri viftu.
-
Hvar ætti loftviftan að vera staðsett? Á hún að fara í svefnherbergið, stofuna eða í garðinn? Ef þú ert til dæmis í leit að loftviftu fyrir svefnherbergið þá er sniðugt að velja tiltölulega hljóðláta viftu svo að hún komi ekki í veg fyrir góðan nætursvefn. Ef þér finnst gaman að verja sem mestum tíma útivið þá skiptir hávaðastigið minna máli.
-
Hversu stórt er herbergið? Eins og við nefndum hér að ofan: Því stærra sem rýmið er, því stærri þarf viftan að vera. Ef herbergið er stórt en viftan lítil þá gerir viftan í rauninni lítið gagn.
-
Hvaða stíll er á heimilinu? Það er mikilvægt að þú veljir loftviftu sem passar við innréttingar rýmisins. Þetta tryggir að hún falli fallega inn í heimilið.
-
Þarftu að nota loftviftuna bæði á sumrin og veturna? Ef svo er þá þarftu að ganga úr skugga um að loftviftan sé með bæði sumar- og vetrarvirkni.
-
Hvað má viftan kosta? Þú þarft einnig að íhuga hversu miklu fé þú vilt eyða í viftuna. Loftviftur fást í ýmstum verðflokkum og því þarftu að ákveða hversu miklum peningi þú vilt eyða í viftuna. Hér hjá vidaXL bjóðum við upp á loftviftur á góðu verði og þú þarft því alls ekki að borga hálfan handlegg fyrir viftu frá okkur.
Þetta eru mikilvægustu hlutirnir sem þú þarft að hafa í huga þegar kemur að kaupum á nýrri viftu. Þegar þú hefur íhugað þessa þætti þá ætti allt að vera klárt fyrir kaupin.
Kauptu loftviftuna þína í netverslun vidaXL
Hjá vidaXL bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af loftviftum í ýmsum stærðum, stílum og hönnunum. Þetta þýðir að við eigum loftviftu fyrir hvaða herbergi, stíl og smekk sem er. Ef þú ert með spurningar varðandi loftvifturnar okkar eða loftviftur almennt, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuverið okkar. Við svörum gjarnan hvaða spurningum sem er og aðstoðum þig við að finna réttu viftuna fyrir heimilið þitt.