@ma_maisonscandinave

Skandinavísk innanhússhönnun


Einfaldleiki og minimalísmi, kjarni skandinavískrar hönnunar


@ma_ptite_pause_deco

Upplifðu fegurðina við skandinavískan stíl þar sem einfaldleiki blandast saman við náttúrulegan blæ. Skandinavísk innanhússhönnun sækir innblástur frá norrænu löndunum og hún mótast af minimalísma, hagnýtni og stílhreinu útliti. Ímyndaðu þér hreinar línur, róandi hlutlausa liti og helling af náttúrulegri birtu. Þetta er hönnunarnálgun sem færir náttúruna inn á heimilið á snjallan hátt og skapar hlýtt og heillandi rými.

Skandinavískt heimili umvefur þig með fegurð náttúrulegra efna á borð við textílefni og við. Komdu þér í kósígírinn í rými sem er stílhreint, praktískt og fullt af tímalausri fágun. Dyrnar hafa opnast inn í heim skandinavíska stílsins!

 

Hverjir eru meginþættir skandinavíska stílsins?

Fáðu aðgang að einstakri fegurð stílsins með undirstöðuatriðum skandinavískrar hönnunar sem gera stílinn alveg einstakan. Hér höfum við litapallettu sem er róandi og hlutlaus með litum á borð við kaldan hvítan, líkt og friðsælt norrænt landslag. Skoðaðu ljósar viðartegundir, flosuð textílefni og náttúrulega efniviði sem gefa rýminu hlýju og notalega áferð. Skandinavísk hönnun býður upp á hreinar línur og snyrtileg rými og hún skapar þannig fullkomið jafnvægi á milli minimalísma og þæginda. Veldu húsgögn og húsmuni með sléttum línum til að setja skandinavískan svip á heimilið.


Hvernig þú notar litapallettu í skandinavískum stíl

1 / 3

Skandinavíska litapallettan sækir innblástur úr náttúrulegri fegurð norrænna landa og hún leggur áherslu á bjarta, ljósa og létta liti á borð við:

 • Hlýja hvíta
 • Kalda gráa
 • Ljósbláa
 • Ljósbleika
 • Ljósgrænan í sage tónum
 • Náttúrulega viðartóna

Skandinavísk efni sem þú getur valið úr

2 / 3

Skandinavísk innanhússhönnun mótast af áhugaverðum efnum sem gefa rýminu hlýju og áferð. Algeng skandinavísk efni eru meðal annars:

 1. Ljósir viðir: Ljósar viðartegundir á borð við furu, eik og evrópuask eru vinsælar í húsgögn og gólfefni og þær gefa náttúrulegt og vistvænt útlit.
 2. Ull: Mjúkar ullarvörur á borð við teppi, mottur og áklæði gefa skandinavískum innréttingum hlýjan og þægilegan blæ.
 3. Náttúrulegar trefjar: Efni úr bómull, hör og júta ýta undir einfaldleikann.
 4. Gler: Glermunir, ljósabúnaður og aukahlutir í hreinum línum gefa tilfinningu fyrir opnu rými sem andar.

Lærðu að hanna skandinavískar innréttingar

3 / 3

Þegar þú ert í leit að húsmunum í skandinavískum stíl þá er gott að hafa hlutina einfalda. Hlutirnir þurfa að vera bæði stílhreinir og hagnýtir á gáskafullan hátt og því er gott að hafa hreinar línur og hlutlausa liti í huga. Stíllinn fær innblástur frá norrænum vetri og því er gott að hleypa inn eins mikið af náttúrulegri birtu og hægt er.

Veldu mjúk efni og húsmuni sem færa náttúruna inn á heimilið. Hugmyndin bakvið skandinavíska hönnun er að hafa útlitið heillandi en þó líka bæði svalt og fullt af hrífandi einfaldleika.

Hannaðu skandinavískar innréttingar í 3 einföldum skrefum

Fylgdu þessum þremur einföldu skrefum til að bæta helstu atriðunum í skandinavískri innanhússhönnun við heimilið:


 • Skref 1: Hafðu þetta einfalt

  Veldu hreinar línur, einföld rými og hlutlausa litapallettu til að setja friðsælan blæ á heimilið. Sjónvarpseining úr blöndu af náttúrulegri viðargrind og hvítum skápahurðum gæti til dæmis verið tilvalin. Geymdu hlutina þína í lokuðum skápum til að koma reiðu á rýmið en vertu þó líka með hluti á hillum sem setja lit á rýmið.


 • Skref 2: Vertu með náttúrulega hluti

  Notaðu ljósar viðartegundir og þægileg textílefni á borð við rjómalitaðan sófa úr efni með viðarfótum í stofuna. Og svo máttu ekki gleyma plöntunum ef þú vilt ekta skandinavískan stíl.


 • Skref 3: Settu birtuna í forgang í skandinavískri innanhússhönnun

  Reyndu að hámarka náttúrulega birtu með gardínum í hlutlausum tónum, vel staðsettum speglum sem geta endurspeglað birtuna og ljósum veggjum til að skapa opið og bjart yfirbragð.


Ómissandi hlutir fyrir skandinavískan hönnunarstíl

Settu snert af norrænni ró á heimilið með þessum skandinavísku innanhússhönnunaratriðum– verslaðu allar uppáhaldsvörurnar þínar hér að neðan.


Versla vörur keyboard_arrow_right


 

Skandinavískar innréttingahugmyndir frá kúnnunum okkar

Bestu hugmyndirnar fyrir skandinavískan stíl koma frá #sharemevidaxl kúnnunum okkar; skoðaðu þær betur!


 

Skandinavískur stíll: Leiðbeiningar fyrir hvert herbergi

Skoðum betur hvernig þú setur skandinavískan stíl á stofuna, eldhúsið og svefnherbergið. Settu róandi og opinn blæ á öll herbergin á heimilinu og skoðaðu lykilatriðin með okkur. Umbreyttu heimilinu með fyrirhafnarlausri fegurð skandinavískrar hönnunar.


@decoraitordesign

Stofa í skandinavískum stíl

Skandinavísk stofa er rými sem er bæði heimilislegt og heillandi. Veldu jarðliti og hvíta og gráa tóna. Ljós viðarhúsgögn á borð við stílhreint sófaborð eða sófa úr textílefni gefur heimilinu hlýju og náttúrulega áferð. Settu skipulag í forgang með lokuðum skápum og hafðu mjúkar mottur í rýminu til að gefa aukin þægindi. Bættu svo náttúrulegum hlutum við rýmið á borð við pottaplöntur og gerviblóm til að gefa því ferskan blæ.

@ohhh_my_home

Eldhús í skandinavískum stíl

Skandinavískt eldhús er einfalt og hagnýtt. Veldu minimalíska skápa og borðplötur úr ljósum við. Nýttu þá náttúrulegu birtu sem þú hefur og hafðu eldhúshlutina á opnum hillum. Hangandi loftljós í minimalískum stíl eru tilvalin til að bæta fágaðri skandinavískri innanhússhönnun við rýmið. Fullkláraðu svo útlitið með náttúrulegum aukahlutum á borð við pottaplöntur, jurtir og stílhreinan borðbúnað.

@milou_interiorstyling

Svefnherbergi í skandinavískum stíl

Skandinavískt svefnherbergi er afslappað rými. Veldu viðargrind fyrir rúmið, dempað sængurver og ullarmottur. Settu svo skipulagðan svip á rýmið með lokuðum skápum og náttborðum. Hlutlausir litir eru tilvaldir ásamt pastellitum sem ýta undir góðan svefn og slökun. Dempað ljós er svo tilvalið til að setja punktinn yfir i-ið í skandinavíska stílnum, í bland við plöntur sem skapa tengingu við náttúruna.

Skoðaðu alla innanhússstíla


Ekki viss um hvaða stíll hentar þér best?

Skoða alltMeiri innblástur


 

Úr verslun okkar og heim til þín - Vertu með í #sharemyvidaxl myndasafninu!

Fáðu innblástur með vidaXL!

Langar þig til að innrétta draumaheimilið? Hér finnurðu ekki bara úrval af húsgögnum heldur líka góðar hugmyndir fyrir heimili og garð. Við höfum tekið saman innblásturshugmyndir yfir þekktustu stílana í innanhússhönnun og fallegustu trendin í augnablikinu.

Heimilið er staður sem þú getur leyft persónuleikanum þínum að skína í gegnum öll smáatriðin. Við bjóðum þér að næla þér í innblástur með okkur og skoða lista yfir vinsælustu innréttingastílana. Þú getur valið á milli minimalískrar fegurðar skandinavíska stílsins og nútímastílsins eða bætt við djörfum blæ með iðnaðarlegu útliti. Íhugaðu sveitastíl við hönnun heimilisins - hann býr yfir grófum áherslum sem eru algjörlega ómótstæðilegar. Hvað með heillandi bóhemstíl eða retróstíl? Skoðaðu þessa hönnunarstíla!


#sharemevidaXL: Vörurnar okkar, þín hönnun

Sannleikurinn er sá að við fáum oft hugmyndir frá viðskiptavinum okkar sem sýna okkur hvernig þeir nota vörurnar okkar til að innrétta heimilið. Það má því segja að við sækjum innblástur til viðskiptavinanna. Við elskum þegar kúnnarnir okkar deila innréttingahugmyndum með okkur. Við lítum á þetta sem frábæran innblástur fyrir bæði heimili og garð.

Til að fagna þessari hringrás hugmynda settum við upp síðu sem sýnir helstu trend og stíla ársins hjá viðskiptavinum okkar. Fáðu hugmyndir frá kúnnunum okkar með því að fara á #sharemevidaxl. Síðan fagnar sköpunargleði og innréttingastíl viðskiptavina okkar um allan heim. Hér geturðu séð hvernig húsgögnin okkar koma út á alvöru heimilum um allan heim. Þannig færðu innblástur og skýrari mynd af því hvernig húsgögnin eru líkleg til að koma út á heimilinu þínu! Langar þig til að vera með? Skoðaðu skilmálana hér!


Skráðu þig á póstlistann okkar

Vissirðu að þú gætir fengið innblástur fyrir hönnun heimilisins í tölvupósti? Við kynnum til sögunnar: Fréttabréfið okkar! Þú einfaldlega skráir þig og við sendum þér fréttabréfið okkar, stútfullt af gagnlegu efni. Í fréttabréfinu okkar finnurðu innblástur fyrir heimili og garð, hugmyndir að skreytingum eða skemmtilegum nytjahlutum og allt þar á milli sem ætti að vera til á hverju heimili.

Þú færð tilkynningar um ný og spennandi trend og vinsæla hönnunarstíla. Nýttu þér fréttabréfið okkar sem innblástur fyrir hönnunarverkefni heimavið! Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu hluti af vidaXL samfélaginu!