Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Blanda af grófum sjarma og nútímalegum þægindum
Þú fellur algjörlega fyrir haustinu með sveitastílnum! Þessi innanhússstíll á rætur sínar að rekja til landsbyggðarsvæða seint á 19. öldinni. Hann setur grófan einfaldleika í forgang með náttúrulegum efnum á borð við hör, við og stein. Einnig er ómissandi að vera með gamaldags áherslur sem skapa notalegt og viðkunnanlegt yfirbragð sem einkennir sveitalega innanhússhönnun. Ólíkt trendum sem koma og fara þá er sveitastíllinn kominn til að vera. Skoðum því aðeins betur hvernig þú skapar hlýtt og heillandi heimili sem er álíka notalega og að vefja uppáhaldsteppinu sínu utan um sig.
Sveitastíllinn snýst um að skapa heimili með bústaðalegum og sveitalegum blæ. Þú þarft jarðliti, gróf sveitahúsgögn úr náttúrulegum efnum og notalegar innréttingar. Kynnum okkur aðeins betur þessa heillandi sveitastílshönnun!
1 / 3
Vertu með orðin náttúrulegt, dempað og þægilegt í huga. Litirnir í sveitapallettunni eru hlýir hvítir, dempaðir gráir og náttúrulegir viðartónar.
2 / 3
Efnin sem gott er að hafa í huga þegar þú skoðar húsgögn í kofastíl:
3 / 3
Sveitaleg innanhússhönnun einkennist af gamaldags áherslum á borð við körfur, gólfmottur og hlöðuhurðar sem gefa ákveðna áferð. Þessar vörur gefa hvaða rými sem er gróft og notalegt útlit!
Bættu sveitalegri innanhússhönnun við heimilið í þremur auðveldum skrefum með svölum áferðum, húsmunum í gamaldags stíl og áberandi munum!
Það er algjörlega ómissandi að vera með mismunandi áferðir í innréttingunum! Þú getur til dæmis blandað saman ofnum gólfpúðum, flosuðum teppum og sjónvarpsskáp úr endurnýttum við. Þetta setur dýpt á rýmið og gefur því áhugaverðan blæ. Misstu þig í lögunum!
Bættu við einstökum húsmunum á borð við fjársjóðskistu, gamlar klukkur og gamaldags aukahluti til að setja sjarmerandi innanhússstíl á heimilið. Hvernig væri svo með armstól í dýramynstri sem stelur athyglinni?
Sveitastíllinn hvetur þig til að hægja á þér og njóta litlu augnablikanna. Ekki gleyma að búa til notalegan krók til að njóta frítímans. Gróft sófaborð gæti verið nákvæmlega það sem þú þarft fyrir kósí stofu.
Þú getur sett grófan sjarma á heimilið með þessum ómissandi sveitavörum – verslaðu allar uppáhaldsvörurnar þínar hér að neðan.
Versla vörur keyboard_arrow_right
Bestu innréttingarhugmyndirnar í sveitastíl koma frá #sharemevidaxl kúnnunum okkar; skoðaðu þær nánar!
Sveitastíllinn virkar hvar sem er á heimilinu. Skoðum aðeins betur hvernig þú umbreytir rýminu og setur sveitalegan stíl á baðherbergið, stofuna og svefnherbergið.
Umbreyttu baðherberginu í afslappandi og heilsulindarlegt athvarf í sveitalegum hönnunarstíl. Vertu með frístandandi baðkar, steinvask og gamaldags ljósabúnað. Bættu síðan við plöntum og áherslumunum úr náttúrulegum viði til að gefa rýminu náttúrulegt yfirbragð.
Stofur eru hinn eini sanni afslöppunarstaður og sveitastíllinn er fullkominn fyrir slökun með vinum og vandamönnum. Vertu með þægileg sæti úr náttúrulegum efnum á borð við hör og leður og bættu svo við þægilegri mottu í lokin. Grófir viðarhlutir á borð við sófaborð og heillandi luktir eru líka tilvaldir til að gefa rýminu sveitalegan hönnunarblæ.
Þú getur svo sannarlega gert svefnherbergið notalegt með sveitalegri yfirhalningu! Veldu rúmgrind úr viði og hafðu lög af mjúkum efnum og teppum á því. Bættu við gamaldags munum á borð við vekjaraklukku og ofnar körfur. Hentu síðan nokkrum skrautpúðum og mjúku teppi á rúmið til að setja punktinn yfir i-ið!
Ekki viss um hvaða stíll hentar þér best?
Skoða allt
Langar þig til að innrétta draumaheimilið? Hér finnurðu ekki bara úrval af húsgögnum heldur líka góðar hugmyndir fyrir heimili og garð. Við höfum tekið saman innblásturshugmyndir yfir þekktustu stílana í innanhússhönnun og fallegustu trendin í augnablikinu.
Heimilið er staður sem þú getur leyft persónuleikanum þínum að skína í gegnum öll smáatriðin. Við bjóðum þér að næla þér í innblástur með okkur og skoða lista yfir vinsælustu innréttingastílana. Þú getur valið á milli minimalískrar fegurðar skandinavíska stílsins og nútímastílsins eða bætt við djörfum blæ með iðnaðarlegu útliti. Íhugaðu sveitastíl við hönnun heimilisins - hann býr yfir grófum áherslum sem eru algjörlega ómótstæðilegar. Hvað með heillandi bóhemstíl eða retróstíl? Skoðaðu þessa hönnunarstíla!
Sannleikurinn er sá að við fáum oft hugmyndir frá viðskiptavinum okkar sem sýna okkur hvernig þeir nota vörurnar okkar til að innrétta heimilið. Það má því segja að við sækjum innblástur til viðskiptavinanna. Við elskum þegar kúnnarnir okkar deila innréttingahugmyndum með okkur. Við lítum á þetta sem frábæran innblástur fyrir bæði heimili og garð.
Til að fagna þessari hringrás hugmynda settum við upp síðu sem sýnir helstu trend og stíla ársins hjá viðskiptavinum okkar. Fáðu hugmyndir frá kúnnunum okkar með því að fara á #sharemevidaxl. Síðan fagnar sköpunargleði og innréttingastíl viðskiptavina okkar um allan heim. Hér geturðu séð hvernig húsgögnin okkar koma út á alvöru heimilum um allan heim. Þannig færðu innblástur og skýrari mynd af því hvernig húsgögnin eru líkleg til að koma út á heimilinu þínu! Langar þig til að vera með? Skoðaðu skilmálana hér!
Vissirðu að þú gætir fengið innblástur fyrir hönnun heimilisins í tölvupósti? Við kynnum til sögunnar: Fréttabréfið okkar! Þú einfaldlega skráir þig og við sendum þér fréttabréfið okkar, stútfullt af gagnlegu efni. Í fréttabréfinu okkar finnurðu innblástur fyrir heimili og garð, hugmyndir að skreytingum eða skemmtilegum nytjahlutum og allt þar á milli sem ætti að vera til á hverju heimili.
Þú færð tilkynningar um ný og spennandi trend og vinsæla hönnunarstíla. Nýttu þér fréttabréfið okkar sem innblástur fyrir hönnunarverkefni heimavið! Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu hluti af vidaXL samfélaginu!
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.