@happy_wife.happy_home

Innanhússhönnun í iðnaðarstíl


Njóttu grófrar fágunar iðnaðarstílsins


@hausofteasdale

Iðnaðarstíllinn er hönnunartegund sem sækir innblástur úr verksmiðjum og vöruhúsum. Hér finnurðu bera múrsteinsveggi, málmrör og gróf viðarhúsgögn. Litirnir eru dempaðir og stemningin er djörf. Þett er fullkomin leið til að gefa heimilinu borgarlegan töffleika, hvort sem þú býrð undir súð eða langar hreinlega til að gefa rýminu iðnaðarlegan blæ. Við skulum skoða innanhússhönnun í iðnaðarstíl betur og gera heimilið þitt að algjörum tískuvita þegar kemur að stíl!

 

Hvaða þáttum býr iðnaðarstíll yfir?

Ef þig langar til að setja djarfan og borgarlegan svip á heimilið þá ættirðu að velja innréttingar í iðnaðarstíl! Stíllinn snýst um að nota liti á borð við gráan, brúnan og svartan. Hvað efni varðar þá er sniðugt að velja málma, steypu og endurnýttan við. Hagnýt húsgögn úr stáli, berir múrsteinsveggir og lágir loftlampar gefa rýminu ósvikið yfirbragð. Og ekki gleyma iðnaðarlegum aukahlutum á borð við spegla með málmumgjörðum til að fullkomna útlitið!


Hvernig þú notar iðnaðarlega litapallettu

1 / 3

Litapallettan í iðnaðarstílnum mótast af dempuðum tónum og óunnum áferðum. Gráar, svartar, brúnar og málmkenndar áherslur skapa gróft og nútímalegt yfirbragð.

Iðnaðarefnin sem þú þarft

2 / 3

Efni í iðnaðarstílnum eru gróf, óunnin og stútfull af karakter. Til að ná meginatriðunum réttum fyrir innréttingar í iðnaðarstíl er sniðugt að skoða:

 • endurnýttan eða snjáðan við
 • málmefni í hvaða lit sem er
 • leður
 • bera múrsteinsveggi
 • steinsteypu eða steinefni hér og þar

Hannaðu innréttingar í iðnaðarstíl eins og fagmanneskja

3 / 3

Húsmunir í iðnaðarstíl eru bæði praktískir og stílhreinir. Sjáðu fyrir þér áhersluhluti úr málmi, gróf viðarhúsgögn og einfaldar hannanir. Ef þú vilt ósvikinn blæ þá er sniðugt að velja gamla aukahluti á borð við bílhluti.

Settu iðnaðarstíl á innréttingarnar í 3 auðveldum skrefum

Það getur verið afar skemmtilegt og auðvelt að setja iðnaðarstíl á innréttingarnar! Hér eru þrjú einföld skref til að koma þér af stað:


 • Skref 1: Notaðu gróf efni í iðnaðarstíl

  Til að skapa alvöru iðnaðarblæ er sniðugt að nota húsgögn sem búa yfir blöndu af tveimur vinsælustu efnunum innan iðnaðarstílsins: viði og málmi. Skoðaðu hluti sem geta auðveldlega orðið miðpunktur rýmisins, eins og til dæmis svarta sjónvarpseiningu úr viði með málmfótum og opnum hillum.


 • Skref 2: Leggðu áherslu á hagnýt húsgögn

  Iðnaðarstíllinn er í kjarnann praktískur og því skaltu velja húsgögn sem eru bæði stílhrein og hagnýt. Veldu vörur með stálgrind á borð við sófa með hreinum línum og minimalískum smáatriðum.


 • Skref 3: Bættu við húsmunum í iðnaðarstíl

  Litlir hlutir á borð við spegla með málmgrind, rúmfræðilega vegglist eða stórar og berar ljósaperur geta sett punktinn yfir i-ið á innréttingum í iðnaðarstíl. Leiktu þér með mismunandi húsmuni í iðnaðarstíl til að skapa rými sem endurspeglar persónuleikann þinn!


Ómissandi hlutir fyrir innanhússhönnun í iðnaðarstíl

Komdu þér í borgargírinn með þessum ómissandi hlutum fyrir iðnaðarstílinn – verslaðu alla uppáhaldshlutina þína hér fyrir neðan.


Versla vörur keyboard_arrow_right


 

Iðnaðarlegar innréttingahugmyndir frá kúnnunum okkar

Bestu hugmyndirnar fyrir iðnaðarstíl koma frá #sharemevidaxl kúnnunum okkar; skoðaðu þær betur!


 

Hvernig þú setur iðnaðarstíl á heimilið, eitt herbergi í einu

Langar þig til að gefa öllum herbergjunum á heimilinu borgarlegt yfirbragð? Þá er iðnaðarstíllinn svarið! Skoðaðu hvaða iðnaðarlegu hönnunarelement þú getur sett á eldhúsið, stofuna og svefnherbergið til að gefa heimilinu gróft yfirbragð.


@mission_maison

Iðnaðarlegt eldhús

Hönnun á eldhúsi í iðnaðarstíl getur verið afar skemmtileg og spennandi! Blandaðu óunnum efniviðum á borð við málm og við saman við praktískar vörur á borð við tæki úr ryðfríu stáli eða opnar hillur. Hangaði loftljós með málmskermum eða vírbúrum eru líka vinsæl í eldhúsið.

@raumhoch2

Iðnaðarleg stofa

Byrjaðu á hlutlausri litapallettu og bættu grófum efnum á borð við málm, við eða steypu við. Stór leðurhúsgögn á borð við sófa eru fullkomin fyrir djarft útlit en veita á sama tíma framúrskarandi þægindi. Bættu við opnum ljósaperum til að fullkomna útlitið. Útkoman? Töff stofa í iðnaðarstíl sem er fullkomin bæði fyrir afslöppun og afþreyingu!

@heartmadebyanja

Iðnaðarlegt svefnherbergi

Dreymir þig um svefnherbergi sem er allt annað en óspennandi? Hannaðu einstakt svefnherbergi með rúmgrind úr málmi og gamaldags náttborðum. Fatarekki úr málmi í stílhreinni hönnun grípur augað. Reyndu að finna rekka með mattri eða snjáðri áferð og smáatriðum á borð við óhjúpaða bolta og rörlaga hönnunarþáttum. Og ekki gleyma að bæta við aukahlutum á borð við gamla klukku sem setur gamaldags sjarma á herbergið.

Skoðaðu alla innanhússstílana


Ertu ekki viss um hvaða stíll hentar þér?

Skoða alltMeiri innblástur


 

Úr verslun okkar og heim til þín - Vertu með í #sharemyvidaxl myndasafninu!

Fáðu innblástur með vidaXL!

Langar þig til að innrétta draumaheimilið? Hér finnurðu ekki bara úrval af húsgögnum heldur líka góðar hugmyndir fyrir heimili og garð. Við höfum tekið saman innblásturshugmyndir yfir þekktustu stílana í innanhússhönnun og fallegustu trendin í augnablikinu.

Heimilið er staður sem þú getur leyft persónuleikanum þínum að skína í gegnum öll smáatriðin. Við bjóðum þér að næla þér í innblástur með okkur og skoða lista yfir vinsælustu innréttingastílana. Þú getur valið á milli minimalískrar fegurðar skandinavíska stílsins og nútímastílsins eða bætt við djörfum blæ með iðnaðarlegu útliti. Íhugaðu sveitastíl við hönnun heimilisins - hann býr yfir grófum áherslum sem eru algjörlega ómótstæðilegar. Hvað með heillandi bóhemstíl eða retróstíl? Skoðaðu þessa hönnunarstíla!


#sharemevidaXL: Vörurnar okkar, þín hönnun

Sannleikurinn er sá að við fáum oft hugmyndir frá viðskiptavinum okkar sem sýna okkur hvernig þeir nota vörurnar okkar til að innrétta heimilið. Það má því segja að við sækjum innblástur til viðskiptavinanna. Við elskum þegar kúnnarnir okkar deila innréttingahugmyndum með okkur. Við lítum á þetta sem frábæran innblástur fyrir bæði heimili og garð.

Til að fagna þessari hringrás hugmynda settum við upp síðu sem sýnir helstu trend og stíla ársins hjá viðskiptavinum okkar. Fáðu hugmyndir frá kúnnunum okkar með því að fara á #sharemevidaxl. Síðan fagnar sköpunargleði og innréttingastíl viðskiptavina okkar um allan heim. Hér geturðu séð hvernig húsgögnin okkar koma út á alvöru heimilum um allan heim. Þannig færðu innblástur og skýrari mynd af því hvernig húsgögnin eru líkleg til að koma út á heimilinu þínu! Langar þig til að vera með? Skoðaðu skilmálana hér!


Skráðu þig á póstlistann okkar

Vissirðu að þú gætir fengið innblástur fyrir hönnun heimilisins í tölvupósti? Við kynnum til sögunnar: Fréttabréfið okkar! Þú einfaldlega skráir þig og við sendum þér fréttabréfið okkar, stútfullt af gagnlegu efni. Í fréttabréfinu okkar finnurðu innblástur fyrir heimili og garð, hugmyndir að skreytingum eða skemmtilegum nytjahlutum og allt þar á milli sem ætti að vera til á hverju heimili.

Þú færð tilkynningar um ný og spennandi trend og vinsæla hönnunarstíla. Nýttu þér fréttabréfið okkar sem innblástur fyrir hönnunarverkefni heimavið! Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu hluti af vidaXL samfélaginu!