Þrjár bestu ástæðurnar fyrir uppsetningu á garðlýsingu

Garðurinn · 30. September 2022

Rétt lýsing í garðinum getur breytt stemningunni algjörlega. Garðlýsing gerir ekki bara sumarkvöldin notalegri heldur er hún einnig tilvalin til að lýsa upp skammdegið í garðinum á haustin og veturna. Lýsing í garðinum gegnir þremur meginhlutverkum: Hún skapar notalegt andrúmsloft, gerir garðinn aðgengilegan allan ársins hring og bætir öryggið.

Þegar þú skipuleggur útilýsingu þá er gott að byrja á því að velja ljósbúnað sem hentar þínum þörfum. Staðsetningin skiptir einnig máli. Við bjóðum upp á ógrynnin öll af hugmyndum fyrir garðlýsingar sem geta aðstoðað þig við valið.

 

Outdoor seating with string lights for ambience

ladecodecairo (Instagram)

 

Modern balcony with string lights and a lantern

ariadnamc84 (Instagram)



1. Gerðu upp við þig hvaða stemningu þú vilt hafa


Leiðirnar til að njóta garðsins á kvöldin eru endalausar. Það eina sem þú þarft er almennileg lýsing og gott ímyndunarafl. Ef þig langar t.d. að borða undir berum himni þá gætirðu valið garðljós sem gefa næga lýsingu fyrir borðhald og falla vel við útihúsgögnin. Einn kostur væri að hafa flotta lýsingu á borðinu sjálfu eins og luktir, kerti og aðra fallega aukahluti. Annar kostur væri að hengja ljós yfir borðstofuborðið til að gera það að miðpunkti útisvæðisins.


2. Hafðu lýsinguna hagnýta


Garðlýsing er alveg jafn mikilvæg og innilýsing. Fyrir utan stemninguna sem hún skapar í garðinum þá gerir rétt garðlýsing þér einnig kleift að nýta garðinn betur. Góð lýsing á stígnum fyrir utan heimilið gerir heimkomuna á kvöldin þægilegri. Þú getur auk þess notað garðlýsingu til að vekja athygli á uppáhaldsatriðunum þínum í garðinum. Það gæti verið pallurinn, tjörnin eða fallegir skrautmunir.


3. Bættu öryggið


Góður sýnileiki í garðinum getur nýst þér vel af nokkrum ástæðum. Þú getur tryggt heimilið gegn innbroti, auk þess sem heimkoman á kvöldin verður auðveldari. Garðlýsing minnkar einnig líkurnar á því að óboðin meindýr geri sig heimakomin í garðinum.

Vegglampar með skynjara eru t.d. sniðugir nálægt inngöngum og bakdyrum. Hann kveikir á sér þegar hann skynjar hreyfingu innan ákveðinna fjarlægðamarka og hann slekkur sjálfkrafa á sér aftur eftir ákveðinn tíma. Þú getur einnig valið tegund með rökkurskynjara. Sú tegund lampa kveikir á sér þegar dimmir og slekkur aftur á sér þegar sólin fer að hækka á lofti.


 

Terrace with lights in the ceiling and on the floor

krusia_domatorka (Instagram)


Tillögur fyrir garðlýsingar


Ertu að velta fyrir þér hvaða tegund lýsingar hentar best utandyra? Það eru fjölmargir þættir sem þarf að hafa í huga til að velja vel. Ef þú býrð á svæði með miklum raka þá er mikilvægt að þú veljir útiljós sem er skvettvarið. Hægt er að velja úr ýmsum efnum sem henta þessum tilgangi. Lampar úr ryðfríu stáli henta vel og lampar úr áli og öðrum málmi eru einnig tilvaldir.

Að lokum er gott að hafa í huga að þú getur valið milli lýsingar sem gengur fyrir rafmagni, rafhlöðum eða sólarorku. Sólknúin ljós eru að verða sífellt vinsælli þar sem ekki þarf að tengja þau á neinn hátt. Þau eru yfirleitt geymd á jörðinni og því er auðvelt að færa þau til ef þú vilt frekar hafa birtuna annars staðar.


 


Rooftop lounge with string lights

Rooftop lounge with string lights

huisjevankay (Instagram)

Tegundir af útilýsingum:


      Stólpaljós eru vinsæl lýsing í garðinn. Ljósin fást yfirleitt í setti með fjórum eða sex en einnig er hægt er að kaupa þau sér. Þau geta verið með einni lukt eða fleiri, allt eftir því hversu mikla lýsingu þú þarft. Stólparnir fást í mismunandi hæðum (100 cm – 230 cm).

      Grasflatarljós gera þér kleift að undirstrika fallega grænkuna í garðinum. Jarðljós ganga yfirleitt fyrir sólarorku, eru vatnsheld og kvikna sjálfkrafa á nóttunni og slokkna á daginn. Þú getur einnig valið smáa kyndla eða jafnvel girðingar með sólknúnum ljósum fyrir sveitalegt útlit.

      Útiljósaseríur eru einnig einfaldar og heillandi. Þú getur hengt þær hvar sem er: í runna, meðfram pallinum eða á þakið. Sumar ganga fyrir rafhlöðum, aðrar fyrir sólarorku og þær fást í ýmsum gerðum, bæði sætum og fallegum.

      Við mælum með sólknúnum lömpum ef þú ert í leit að orkunýtnum ljósgjafa í garðinn. Lamparnir hlaðast á daginn og kasta fallegri birtu á nóttunni. Sumum lömpum fylgja auk þess aukarafhlöður. Kosturinn við slíka lampa er að þeir gefa alltaf færi á ljósi, jafnvel á skýjuðum dögum.

 

Terrace with lights hanging above seating area

interiordesigndropout (Instagram)


Boð og bönn fyrir útiljós


Hlutir sem við mælum með:

  • Við mælum með LED-ljósu. Þau eru endingarbetri, umhverfisvænni og öruggari þar sem þau framleiða minni hita.

  • Veldu hlýleg LED-ljós fyrir notalega stemningu.

  • Við ráðleggjum þér að velja harðgert efni með vatnsheldri húðun ef þú vilt að garðljósin þín endist til lengri tíma.

  • Mikilvægt er að efniviður og litir henti uppsetningu garðsins. Hvítir hlutir eru áberandi í dökkum innréttingum, svartir hlutir henta betur iðnaðarstíl og málmtónar eru fullkomnir í algræna garða.

 


Backyard seating area with lots of light sources

Bohemian patio with hanging lights and curtains

meidenpaleis (Instagram) & dom_na_kaszubach (Instagram)


Backyard terrace with decorative lights on the awning

Backyard pool area with fence and wall light fixtures

styled_by_ja (Instagram) & interior_by_nina (Instagram)



Hlutir sem við mælum ekki með:

  • Þegar þú notar rafmagnsknúin garðljós: Gakktu úr skugga um að allir vírar séu vel grafnir til að koma í veg fyrir óþarfa tæringu og til að forðast slys. Þar að auki mælum við með því að þú ráðir menntaðan rafvirkja til að sjá um uppsetningu ljósanna.

  • Gættu þess að fara ekki of geyst í að velja mörg ljós. Til að auka hagnýtnina og stemninguna þá er sniðugt er að setja upp færri ljós en setja þau frekar á áhrifaríkari staði.

  • Lýstu garðinn upp en gættu þess þó að beina ekki ljósunum beint að húsinu þínu. Notaðu ímyndunaraflið til að setja ljósin upp á sniðugan hátt þar sem þau gefa af sér mjúka lýsingu og notalega stemningu.

 

Terrace with a barbeque and string lights

havendeerns (Instagram)