Við vitum vel hversu erfitt getur reynst að gera ný híbýli heimilisleg en við vitum líka hversu mikilvægt það er. Viðskiptavinir okkar sem nú þegar hafa gert upp eignirnar sínar hafa til allrar lukku gefið okkur tækifæri á að sjá hvernig þeim tókst upp. Innilegar þakkir til allra þeirra sem leyfðu okkur að skyggnast inn í ferlið og deila því með öðrum! 💜



Nýtt heimili, nýir möguleikar!

Lífstíll · 16. September 2022

Það þarf ekki að vera erfitt og þreytandi að flytja í ný híbýli ef þú skipuleggur flutningana fyrirfram. Það geta verið allskyns ástæður fyrir því af hverju fólk ákveður að flytja og hjálpleg flutningaráð gera ferlið aðeins einfaldara. Við bjóðum upp á bestu flutningaráðin hvort sem þú ert námsmaður að flytja inn á stúdentagarða, nýr eigandi heimilis eða húsráðandi að leggjast í endurnýjun.

Best er fyrir nemendur að taka einungis nákvæmlega það sem þeir þurfa á að halda. Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að demba þér í verkið þegar þú ert að fara að flytja, þá er gott að hafa í huga að meginatriðið er að pakka öllu, ráða flutningafyrirtæki og gera nýju híbýlin að heimili eftir þínu höfði. Ef þú ert að fara að gera heimilið upp þá höfum við ýmsar góðar ábendingar um endurbætur á heimilinu.

Þú getur treyst á okkur að leiða þig í rétta átt. Við bjóðum upp á frábær ráð varðandi pökkun, stílfæringu og húsgagnalausnir sem henta þörfum hvers og eins.

 

Kid's feet in a carton box during moving day



Bestu ráðin þegar þú flytur


Þrjú lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar þú flytur á nýtt heimili eru pakkningar, flutningadagurinn sjálfur og allt sem fer í að koma sér fyrir. Lítum hér á hvern þátt og þau atriði sem þarf að hafa í huga hverju sinni.


Hlutir sem þarf að gera áður en þú flytur


  • Kauptu ríflegt af kössum og öðrum hlutum sem þarf til pökkunar. Fólk vanmetur oft magnið sem þarf af pappír, límbandi, geymslukössum og skjalakössum við flutninga. Kauptu alltaf aukavörur til að tryggja að allt sé til reiðu ef það skyldu vera hlutir sem þú þarft að pakka á síðustu stundu (sem er óumflýjanlegt).


  • Gerðu ráðstafanir varðandi keyrslu eða pössun á börnum og gæludýrum. Þegar þú flytur er óþægilegt að þurfa að sinna börnunum eða gæludýrunum. Okkar ráð er að gott sé að biðja fjölskyldu eða vini um að sjá um börnin eða gæludýrin svo að flutningadagurinn verði eins laus við streitu og mögulegt er. Gakktu úr skugga um að þú sért með allan nauðsynlegan búnað, þar á meðal tösku eða búr fyrir gæludýrin og bílstóla fyrir börnin.


  • Hafðu samband við flutningafyrirtæki. Þegar þú flytur í ný híbýli er draumurinn að þurfa ekki að burðast með þung húsgögn og ótal ferðatöskur. Svo ekki sé minnst á vesenið sem felst í því að leigja flutningabíl og ferma hann upp á eigin spýtur. Fyrir vel skipulagðan flutningadag leggjum við til að þú hafir samband við flutningafyrirtæki með góðum fyrirvara.



Fyrir:

Empty outdoor space in renovation

Eftir:

Renovated outdoor area with a glossy black vidaXL table

Source: Newroad_newproject (Instagram)


Fyrir:

Empty kitchen space in renovation

Eftir:

Renovated kitchen with coastal items and vidaXL chairs

Source: Ty_cocon_va (Instagram)


Flutningadagurinn


  • Pakkaðu brothættum hlutum sér og geymdu þá á sérstökum stað. Til að auðvelda þér lífið skaltu geyma alla eldhúskassana sér. Þar að auki er gott að geyma brothætta og viðkvæma hluti sér. Láttu flutningsteymið vita af þessum sérstöku kössum til að gera vinnuna þeirra skilvirkari og auðveldari.


  • Gerðu gátlista fyrir flutningadaginn og fylgdu honum eftir til að tryggja að ekkert sé skilið eftir. Þú hefur þá góða yfirsýn sem nýtist vel þegar þú byrjar að pakka úr kössum. Gátlisti getur auk þess komið í veg fyrir að hlutir á afskekktari stöðum heimilisins (eins og á háaloftinu eða í garðinum) gleymist.



 

A labelled carton box during moving day



Þegar þú byrjar að pakka úr kössum


  • Biddu flutningsteymið um að setja hvern kassa í það herbergi sem merkt er á kassann. Það gerir þér auðveldara fyrir þegar þú ferð að pakka úr kössum, svo ekki sé minnst á flutningadaginn sjálfan - fátt er meira þreytandi en að þurfa að róta í hafsjó af kössum til þess eins að finna vatnsglös.


  • Byrjaðu á því að setja aðeins saman þau húsgögn sem þú þarft að nota á núverandi tímapunkti. Ef þú ætlar til dæmis að gista á nýja heimilinu strax eftir flutningadaginn þá ættirðu að setja samsetningu á rúminu þínu í forgang. Flestum liggur á að setja allt upp í einu, en við hvetjum þig til að byrja aðeins á nauðsynjamunum til að tryggja meiri þægindi og betri afkastagetu. Svo er það sófinn og diskarnir - eitthvað þarf nú undir pizzuna þegar þú býður vinum og vandamönnum heim til að hjálpa þér að pakka úr kössum. Það er alls ekki ómögulegt að gera flutningadaginn skemmtilegan!



Fyrir:

An empty kitchen before settling in

Eftir:

A light kitchen after settling in

Source: Behind_door_no.15 (Instagram)


Fyrir:

A kitchen before renovation

Eftir:

Renovated dark kitchen with black vidaXL barstools

Source: _lifewithjen (Instagram)


Þegar þú kemur þér fyrir: Híbýlin verða að heimili


Fyrsti dagurinn í nýju og ókunnugu rými með ógrynnin öll af kössum getur verið örlítið yfirþyrmandi. Gott er að hafa skýra hugmynd um hvernig þú vilt hafa heimilið og hvernig þú vilt útfæra hugmyndina. Það fyrsta sem gott er að hafa í huga er að hlutirnir taka alltaf lengri tíma en áætlað er. Leyfðu þér að taka þinn tíma í að setja hlutina saman og í að stílfæra heimilið. Oft notum við ekki rými á þann hátt sem við ímynduðum okkur upphaflega. Gefðu þér tíma til að venjast rýminu og stemningu heimilisins og gerðu hlutina algjörlega eftir þínu höfði.


Næsta skref er að leggjast í samsetningu á stórum húsgögnum á heimilinu. Gott er að gera lista yfir hluti sem vantar á nýja heimilið ef þú átt þá ekki nú þegar. Sniðugt er að setja húsgögnin saman frá herbergi til herbergis. Eldhúsborðið og stólarnir, hægindastóllinn, stofustólarnir, sjónvarpsbekkurinn, rúmið og náttborðin strokast þannig hægt og rólega af listanum. Bækur mega ekki geymast í kössum of lengi. Ekki gleyma skrifstofuhúsgögnum og bókaskápum.


Þegar rýmið er farið að virka eins og það á að gera og hlutirnir eru komnir á sinn stað, þá er kominn tími til að stílfæra rýmið. Settu minnisverða hluti hér og þar, hengdu listaverk og ljósmyndir upp og bættu notalegri lýsingu við heimilið. Þetta er ómissandi þáttur í að gefa heimilinu persónuleika og gera það hlýtt og notalegt.



Fyrir:

Empty bathroom space in renovation

Eftir:

Renovated grey bathroom with vidaXL sinks

Source: deryattila61 (Instagram)




Fyrir:

A small balcony setting after settling in

Eftir:

A small, empty balcony before settling in

Source: liefhuisjegroningen (Instagram)


Endurnýjun heimilisins: hvar skal hefjast handa?


Oft eru tvær ástæður fyrir endurnýjun á heimilinu: til að gera gamla rýmið hagnýtt og stílhreint og til að uppfæra hönnun heimilisins. Mikil vinna felst í því að fá flotta hugmynd til að verða að veruleika. Ýtarleg áætlun er ómissandi til að auðvelda þér verkið. Eftirfarandi eru snjöll ráð þegar þú gerir upp heimilið:


  • Gerðu fjárhagsáætlun sem þú hefur raunverulega efni á og taktu ákvörðun um hvaða lagfæringar eru nauðsynlegar. Ákveddu hvaða húsgögn þú vilt geyma en veldu aðeins húsgögn sem ganga upp með nýju hönnuninni.


  • Skoðaðu framboðið vel og veldu byggingarfyrirtæki sem getur mætt markmiðum þínum og fjárhagsáætlun. Þetta á sérstaklega við ef þú hefur í huga breytingar á sjálfri byggingunni (ef þig langar t.d. til að skipta um eldhúsflísar eða rífa niður vegg). Kynntu þér byggingarreglugerðir og vertu viss um að þú skiljir þær vel.


  • Reyndu að velja húsgögn í sem mestum gæðum til að bæta hagkvæmni eignarinnar, auka þægindin og gefa heimilinu stíl og notalegt andrúmsloft.




Fyrir:

empty room with skylight window

Eftir:

renovated room with skylight window

Source: houseonthesquare7 (Instagram)