Skemmtilegar veggskreytingar í barnaherbergið

Innanhússhönnun · 22. Júlí 2022

Hvernig myndirðu lýsa hinu fullkomna barnaherbergi? Samkvæmt þeim sem þekkja til í bransanum, ætti barnaherbergið að vera notalegur staður það sem barninu líður vel, getur slakað á og sinnt sínum hugðarefnum.

Rýmið ætti að veita barninu innblástur fyrir ímyndunarafl og sköpunargáfu með sniðugum innréttingum sem henta fyrir barnaherbergi og hafa aðstöðu fyrir afslöppun, leik og nám. Herbergisveggirnir eru tilvaldir til að láta sköpunargleðina í ljós. Þá er hægt að nýta til að sýna persónuleika barnsins á skemmtilegan hátt.

Við tókum saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir barnaherbergið með áherslu á veggskraut. Markmiðið er að skapa skemmtilega stemningu sem lætur barninu líða vel og til þess förum við allt frá hugmyndum að veggskreytingum að þeim verkfærum og áhöldum sem þarf að nota,

 

bybinsiemodified

bybinsie (Instagram)



Hvernig er hægt að skreyta veggina í barnaherberginu?


Við lofuðum þér sniðugum hugmyndum að veggskreytingum fyrir barnaherbergið en byrjum samt á því að fara yfir öll skrefin í ferlinu.

  • Leyfðu persónuleika barnsins að njóta sín. Uppáhalds bíómyndirnar, leikirnir eða ævintýrapersónurnar, sem og litaval þeirra getur allt verið innblástur fyrir veggskreytingar og litaþema.

  • Líttu á rýmið sem þú ert að vinna með. Taktu tillit til stærðar herbergisins, hversu mikla náttúrulega birtu það fær og praktískra atriða eins og staðsetningar rúms og annarra húsgagna. Þetta eru mikilvægir þættir sem hafa áhrif á það hvernig veggirnir nýtast best. Tökum sem dæmi barn sem er hrifið af dökkum litum en herbergið fær ekki mikla birtu. Í stað þess að mála heilan vegg er hægt að velja ljósan grunnlit og mála vegglistaverk í uppáhaldslitunum.

  • Gerðu ferlið að skemmtilegu verkefni og leyfðu barninu að segja sína skoðun og hjálpa til eins og hægt er. Eftir aldri barnsins og þroska ætti það að fá að hafa sitt að segja um þema, liti og skreytingar í barnaherberginu.

 

isabelaskmodified

isabelask (Instagram)


Veggskreytingar fyrir barnaherbergið: Málning, veggfóður eða annað?


Ein einfaldasta leiðin til þess að lífga upp á barnaherbergi er að fá áferð á veggina og mála í skemmtilegum litum. Þrívíðar veggplötur eru frábær leið til að auka dýptina í rýminu. Veljið geómetrísk mynstur og skoðið hvernig lýsingin hefur áhrif á rýmið. Vel staðsett ljós og lampar skapa skemmtilega skugga og andstæður.

Einnig er tilvalið að setja upp veggfóður eða veggmyndir í glaðlegu mynstri eða litum. Leyfðu smekk barnsins að ráða, til dæmis með því að velja mynd af uppáhalds Disney eða Marvel persónunni. Þannig verður barnaherbergið hluti af ævintýraheimi barnsins!

Fyrir persónulegra rými er hægt að gera ýmislegt með málningu. Áhersluveggur í uppáhaldslit barnsins er sígild aðferð til að tengja ýmis atriði í rýminu saman. Nýttu vegginn sem bakgrunn fyrir vegglistaverk og/eða vegghengt skraut.

 

nat_kowa

nat_kowa (Instagram)

 

esramakine_

esramakine_ (Instagram)


Vegglistaverk fyrir skapandi krakka


Möguleikarnir fyrir vegglistaverk í barnaherbergið eru endalausir! Til dæmis er hægt að gera ýmislegt við góðan myndaramma. Finndu fallega ramma og leyfðu barninu að velja ljósmyndir af fólki eða uppáhaldsstöðunum, myndir af sögupersónum eða hvað annað sem það vill hafa uppi á vegg. Þið gætuð einnig hengt upp hnútahengi eða annars konar föndur sem barnið getur sjálft hjálpað til við að útbúa. Þess konar persónulegar skreytingar setja hlýlegan svip á rýmið.

Einnig mætti velja annars konar listaverk á vegginn, til dæmis dýraform eða heimskort fyrir lítinn landkönnuð! Það sem skiptir mestu máli er að herbergið sé sniðið að áhugmálum og persónuleika barnsins svo því líði vel í rýminu. Mundu líka að vegglímmiðar eru einföld og hentug lausn fyrir veggina í barnaherberginu. Þeir henta frábærlega á leiksvæðinu og jafnvel er hægt að setja upp krítartöflu þar sem barnið getur æft sig að skrifa og teikna.



maisonbioclimatiquemodified

maisonbioclimatique (Instagram)

ourhomeonthelakemodified

ourhomeonthelake (Instagram)


Hvaða verkfæri þarf þegar veggur er málaður eða plötur settar upp?


Allar hugmyndirnar okkar miðast við að veggskreytingarnar séu einfaldar í uppsetningu og að verkið sé samvinnuverkefni foreldra og barna. Þess vegna erum við viss um að barnið á eftir að kunna vel við sig í sínu eigin rými. Ef þú ert ekki viss um hvar er best að byrja á verkefninu, eigum við nokkur góð ráð í pokahorninu.

Til að vera viss um að allt passi rétt og vel, skaltu alltaf mæla.fyrir öllum breytingum. Ef þú ætlar að hengja eitthvað á veggina skaltu vera viss um að nota rétta nagla og hamar fyrir vegginn. Trappa kemur sér vel ef það þarf að ná hátt upp á veggina. Það á sérstaklega við ef þú ætlar að mála mynd á vegginn, og þá þarf auðvitað málningarvörur líka, eða ef þú vilt hengja eitthvað eða festa á efri hluta veggjanna. Að auki mælum við með því að nota varnardúk til að verja gólfið á meðan málningarvinnan stendur yfir.

 

aylinterior

aylinterior (Instagram)