Tilboð 24/7
Ókeypis sending yfir 10000 kr
Hámarkaðu sparnaðinn með vidaXL+
Af hverju ættirðu að velja vidaXL?
Bestu tilboðin & afslættir á hverjum degi hjá vidaXL!
Þú færð ókeypis sendingu á pöntunum yfir 10000 kr
Fáðu afslátt með vidaXL+
Skráðu þig á reikningnum þínum í dag og sjáðu vidaXL+ punktana þína vaxa. Því meira sem þú verslar, því meiri afslátt færðu!
Húsgagnastillir
Vinsælar leitir
Karfan er tóm
Innanhússhönnun · 13. Júlí 2022
Litir geta haft mikil áhrif í rýminu, bæði sjónræn og óáþreifanleg. Þrátt fyrir það virðast flest okkar vera eitthvað smeyk við að nota sterka liti í innanhússhönnun. Við ætlum að reyna að breyta því með þessari grein, sem sýnir á auðveldan hátt hvernig er hægt að nota liti og litatóna í innanhússhönnun.
Við kunnum öll trikkin þegar kemur að aukahlutum í litum, frá litasamsetningu innréttinga til þess hvernig litahjólið nýtist í innanhússhönnun. Það eru ákveðnar línur í litaheiminum sem vert er að þekkja og fara eftir en litir eru fyrst og fremst til þess að leika sér með þá. Byrjum á grundvallaratriðum í notkun lita til að skapa heildrænt en þó lifandi rými sem endurspeglar persónuleika íbúa.
Svarið við þessari spurningu getur verið já eða nei, allt eftir því hvernig þú sérð heimilið fyrir þér. Sama þótt það séu reglur og venjur varðandi hitt og þetta í innanhússhönnun er alltaf mikilvægast að nota sína eigin sköpunargáfu og stíl. Við skulum fara yfir þrjú mikilvægustu atriðin til að hafa í huga við litaval heimilisins.
Fyllingarlitaskema samanstendur af tveimur litatónum sem eru andspænis hvorum öðrum á litahjólinu. Augljósustu litasamsetningarnar eru þrjár: rauður og grænn, gulur og fjólublár eða appelsínugulur og blár. Fyllingarlitirnir eru til áherslu í rýminu og fara best þegar jafnvægi er milli hlutlausra lita og fyllingarlitanna.
Þessi regla segir okkur að ráðandi litur ætti að þekja 60% af rýminu, aukalitur 30% og áherslulitur 10%. En nóg um stærðfræði, skoðum þetta á mannamáli!
Hlýir litir eru meðal annars rauður, appelsínugulur, gulur og margir hlutlausir tónar því þeir draga upp í hugann myndir af hita og birtu. Hlýir tónar njóta sín vel í stofu eða opnu rými.
Blár, grænn, grár og fjólublár eru hins vegar kaldir litir sem eru látlausari og bjóða ró inn í rýmið. Kaldir tóna henta afar vel í litahönnun svefnherbergis eða á baðherbergi.
Nokkrar mikilvægustu reglurnar varðandi litanotkun hafa þegar komið fram hér að ofan. Hins vegar teljum við að það sé (stundum) í fínu lagi að brjóta reglur en þá erum við aðallega að tala um litasamræmi í innanhússhönnun, ekki aðrar reglur! Þegar kemur að því að velja saman liti í innanhússhönnun er hægt að fara nokkrar leiðir.
♥ Ábending fagfólks: Það er einfalt að nota bækur, persónulega hluti og fjölskyldumyndir til að lífga upp á rýmið og gefa því lit. Plöntur og fersk blóm eru einnig tilvalin, við tölum nú ekki um ef plönturnar blómstra í litaskemanu þínu!
Með því að samþykkja allar vafrakökurnar okkar samþykkirðu að vidaXL notar vafrakökur til að bæta upplifun af vefsíðunni, til dæmist með viðeigandi vörum og tillögum. vidaXL starfar einnig með ákveðnum aðilum sem krefjast þess að fá gögn send til að staðfesta sölu eða til að bjóða upp á afmarkaðar auglýsingar. Frekari upplýsingar fást í stefnu okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Viltu vita meira?
Nauðsynlegar vafrakökur Vafrakökur sem eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsíðunnar, t.d. karfan þín og óskalisti.
Vafrakökur fyrir greiningar og virkni á vefsíðu Vafrakökurnar gera okkur kleift að halda tölu á heimsóknum á síðuna og uppruna netumferðar, sem hjálpar okkur að mæla og bæta afköst. Það hjálpar okkur líka að vita hvaða síður eru vinsælar og hverjar eru síst vinsælar. Öllum upplýsingum frá vafrakökum er safnað upp og nafnleysis gætt. Ef þú samþykkir ekki vafrakökurnar vitum við ekki hvenær þú hefur heimsótt vefsvæðið okkar og getum ekki fylgst með afköstunum.
Vafrakökur fyrir markaðssetningu Vafrakökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að fylgjast með heimsóknum þvert á vefsíður. Tilgangurinn er að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar fyrir hvern notanda og eru þar með gildismeiri fyrir útgefendur og auglýsendur þriðja aðila.