Færðu útirýmið á næsta plan með húsgögnum úr náttúrulegu rattan eða gervirattan

Kynntu þér fallegt og tímalaust rattanið. Skoðaðu vörur úr gervirattani og náttúrulegu rattani!

Við kynnum til sögunnar hið eina sanna rattan: Tímalaus fegurð á útisvæðið

Velkomin í leiðbeiningarnar okkar fyrir garðhúsgögn úr náttúrulegu rattan og gervirattan! Rattanhúsgögnin okkar búa yfir tímalausum sjarma og góðri endingu. Náttúrulegt rattan er búið til úr pálmatrjám og það fellur einstaklega vel við hvaða útisvæði sem er. Pólýrattan, einnig kallað PE rattan, er hins vegar gerviefni með góðu þoli gegn útfjólubláum geislum og alls kyns veðráttu. Það lítur út eins og náttúrulegt rattan en er mun traustara og endingarbetra. Hvort sem rattanhúsgögnin eru úr náttúrulegu efni eða gerviefni þá setja þau hlýlegan svip á hvaða rými sem er og gera þér kleift að njóta kyrrðarinnar á útisvæðinu.

Við elskum rattanhúsgögn fyrir útlitið og veðurþolið. Í samanburði við húsgögn úr viði eða málmi er rattan náttúrulega vatnsþolið. Það er því tilvalið til notkunar utandyra. Það er bæði létt og traust, sem þýðir að þú getur auðveldlega endurskipulagt útisvæðið eftir þörfum. Þegar þú býður vinunum í grillpartý eða átt rólegan eftirmiðdag yfir bók eða kaffibolla þá eru húsgögn úr rattan fullkomin fyrir útiveruna.


Garðhúsgögn úr náttúrulegu rattan eða með rattanútliti fyrir hvaða stíl og rými sem er

Ertu með stóran garð eða pínulitlar svalir? Garðhúsgögn úr rattan henta öllum stílum og rýmum. Notalegu garðsófarnir okkar úr rattan henta til dæmis bæði fyrir stórar og litlar samkomur. Bístróstólar eða borð úr pólýrattan eru fullkomin húsgögn á litlar og sætar svalir. Fyrir garðyrkjufólk bjóðum við upp á plöntuker úr rattan með upplitunarvörn. Og það sem er svo frábært: Þú getur aðlagar rattan við mismunandi hönnunarstíla, veðurfar og pláss (stórt sem smátt)!

Hvað stíl varðar eru fá takmörk við hönnun rattanhúsgagna. Tímalaus sjarminn reiðir sig ekki á trend, sem þýðir að rattan er frábært fyrir mismunandi útisvæði, hvort sem rýmið er sígilt eða nútímalegt í útliti. Það hentar einnig vel með grófu og sveitalegu útliti. Svo fellur það auk þess fallega inn við hvaða nútímalegu eða minimalísku hönnun sem er. Hlutlaus litapallettan fellur vel við litríka púða, teppi og fylgihluti svo að þú getir gert útisvæðið persónulegt.


  • Mismunandi gerðir af garðhúsgögnum og fylgihlutum úr rattan

    Skoðaðu frábært úrvalið okkar af garðhúsgögnum úr náttúrulegu rattan og gervirattan ásamt fylgihlutum. Við bjóðum upp á garðborð, (fullkomin fyrir borðhald undir berum himni), stílhreina potta og plöntuker fyrir heillandi blóm og allt þar á milli - þú finnur því allt sem þú þarft fyrir útiveruna.

    Gerðu útisvæðið tilbúið fyrir góðar stundir! Þú getur gert hvern krók og kima garðsins að samkomustað með heillandi borðstofusettum og þægilegum sófum. Settu punktinn yfir i-ið með fylgihlutum úr rattan á borð við luktir, potta, plöntuker, bekki og fótskemla. Luktir gefa mjúkan ljóma, bekkir gefa rómantík og fótskemlar bjóða upp á aukasæti. Pottar og plöntuker úr PE-rattan eru veðurþolin, sem þýðir að þú getur notið þeirra um ókomin ár.

  • Hagnýtur stíll með sófum og sætum úr rattan

    Það sem þú þarft einna helst til að gera útisvæðið kósí eru sæti úr rattan. Það er vegna þess að náttúrulegt rattan hefur fengið meðhöndlun sem tryggir rakaþol og þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af óvæntri rigningu. Við mælum með því að þú þurrkir af rattaninu þegar hætt er að rigna og hyljir það þegar veðrið er leiðinlegt. Þannig lengirðu líftíma og fegurð vörunnar. Ef þú velur sófa úr PE rattan þá þolir hann langtímableytu án nokkurra vandkvæða.

    En þetta er ekki það eina! Það er ekki bara endingin sem er frábær við rattansæti – þau eru líka mjög auðveld í tilfærslu þar sem þau eru ákaflega létt. Þú getur sett þig í hönnunarstellingar og hannað draumagarðinn þinn með hægindastólunum, sófunum og sólbekkjunum okkar.

    Garðsæti úr náttúrulegu rattan og gervirattan bjóða einnig upp á tækifæri til að vera með afdrep fyrir afslappaða hittinga eða rólegar stundir yfir kaffibolla og bók. Rattan er sveigjanlegt efni og veitir því frábæran stuðning án þess að vera of stíft. Með mjúkum púðum býður rattansæti upp á frábæra slökun og þægindi.

  • Þægilegar geymslulausnir úr rattan til að einfalda útirýmið

    Komdu reiðu á heimilið með geymslulausnum úr rattan! Láttu óreiðu á útisvæðinu heyra sögunni til og veldu stílhreinar rattangeymslur sem fá rýmið til að skína. Þú hefur úr ýmsum kostum að velja, hvort sem það eru rúmgóðir rattangeymslukassar eða fyrirferðarlítil útiborð með innbyggðu geymsluplássi.

    Geymslulausnir úr rattan snúast um meira en bara að koma reiðu á rýmið. Þær passa við alls kyns hluti án þess að virðast fyrirferðarmiklar, þökk sé fínofinni hönnuninni. Hún hentar fullkomlega við bóhemlega hönnun eða notalegan og grófan sveitastíl. Auk þess gefur áferðin mótvægi við nútímalegar garðhannanir.

    Vantar þig pláss fyrir garðyrkjubúnað, útipúða eða barnaleikföng? Geymslukassar úr rattan bjóða upp á ríflegt pláss til að geyma alls kyns útihluti. Þú getur treyst á að vörurnar standist tímans tönn og veiti þér trausta og áreiðanlega geymslulausn í mörg ár.



Heil húsgagnasett fyrir þægindi á útisvæðinu

Ímyndaðu þér þetta: Þú getur varið deginum í að slaka á með stæl undir heiðskýru himinhvolfinu og borðað kvöldmat úti eftirá. Garðhúsgagnasett úr náttúrulegu rattan og gervirattan eru lykillinn að frábærri útiveru, í algjörri slökun. Hvort sem það eru notalegar samkomur eða líflegar veislur - láttu hvert augnablik skipta máli með húsgögnum sem eru á jafn góðu verði og þau eru stílhrein. Þar að auki lítur ofin hönnunin náttúrulega út og PE rattanið andar vel, sem þýðir að þú getur notið útiverunnar í algjörum þægindum.

Dreymir þig um borðhald undir berum himni? Borðstofusett úr rattan eða pólýrattan henta bæði fyrir stórar og litlar samkomur. Ertu að fara að halda notalegan kvöldverð fyrir tvo? Notalegu bístrósettin okkar henta fullkomlega fyrir rómantísk kvöld undir stjörnubjörtum himni. En gamanið lætur ekki þar við sitja! Við bjóðum upp á fjölhæf stofusett sem eru fullkomin fyrir notaleg síðdegi - þú finnur sett fyrir allt að 12 manns. Og fyrir plásslítil rými eru fyrirferðarlitlu settin okkar frábær til að setja stíl á rýmið án þess að fórna of miklu plássi.