Vöruflokkar fyrir ungbarnaherbergi


Það getur verið afar gaman að hanna smábarnaherbergi með smá leiðsögn. Nældu þér í allar nauðsynjavörurnar fyrir smábarnaherbergið, þar á meðal barnahúsgögn, leikföng og umönnunarhluti. Húsgögn sem gott er að hafa í huga: Rimlarúm & vöggur, húsgagnasett og barnastólar. Fyrir leiktímann geturðu bætt við þroskaleikföngum, rólu, barnagrind og leikmottu. Og ekki gleyma daglegum nauðsynjavörum við umönnunina: bleyjuskiptum, matargjöf og koppaþjálfun. Aukahlutir og mjúk teppi koma sér vel hér. Litla krílið verður yfir sig ánægt með notalega smábarnaherbergið!



Vörulínur fyrir smábarnaherbergi


Það er ekkert mál að útbúa krúttlegt og þægilegt smábarnaherbergi með réttu húsgagnasettunum og aukahlutunum. Byrjaðu á mjúkri og dúnkenndri barnamottu til að bæta við hlýju og þægindum. Gefðu veggjunum töfrandi blæ með skemmtilegu barnaveggskrauti á borð við skemmtileg plaggöt, límmiða og veggfóður. Með húsgögnum og húsmunum á borð við þessa fær barnið notalegan stað til að vaxa og leika. Komdu þér í hönnunargírinn!

Ábendingar & hugmyndir fyrir hönnun ungbarnaherbergisins


Það getur verið ákaflega gaman að hanna heillandi ungbarnaherbergi! Byrjaðu á því að velja róandi liti - pastellitir eða hlutlausir litir eru tilvaldir - til að setja friðsæla stemningu á rýmið. Mild lýsing eða krúttlegt listaverk gerir veggina skemmtilegri. Gott er að hugsa til lengri tíma með því að velja stillanlegt barnarúm og skipuleggja rýmið með sniðugum geymsluhúsgögnum. Gerðu svo herbergið spennandi fyrir barnið með líflegum húsgögnum á borð við stóla í dýraþema. Einnig er tilvalið að bæta notalegri mottu við herbergið fyrir pínulitlar táslur. Og þá er þetta komið! Meira þarf ekki í töfrandi svefnherbergi fyrir krílið þitt.

Skemmtilegar veggskreytingar í barnaherbergið

Við tókum saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir barnaherbergið með áherslu á veggskraut.

Uppgötvaðu meirakeyboard_arrow_right

#sharemevidaxl


Það gleður okkur ákaflega mikið að sjá kúnnana okkar skapa falleg svæði með vörunum okkar og deila þeim á #sharemevidaXL. Hvort sem það eru gullfallegar garðhannanir eða notalegar innréttingar þá fáum við gífurlegan innblástur frá kúnnunum okkar. Þú getur líka orðið hluti af þessu samfélagi og deilt þínum eigin vidaXL hönnunum. Fögnum ástríðunni okkar fyrir fallegum og þægilegum rýmum og gefum hvort öðru innblástur til að skapa enn fallegri hannanir!

Uppgötvaðu allt