Hvernig þú undirbýrð og skreytir garðinn fyrir veturinn

Garðurinn · 25. október 2022

Með hverri árstíð fer garðurinn þinn í gegnum mikilvægar breytingar og þróanir. Vetrarundirbúningur fyrir garðinn er ein af þeim breytingum. Afar gaman getur verið að setja niður grænmeti og sjá það vaxa, svo ekki sé minnst á uppskeruna. Seinnipartur haustsins er rétti tíminn til að hugsa vel um garðinn með því að tryggja að plöntur, tré og blóm þoli kuldann.

 

Potted plant buried in snow



Eftirfarandi hlutir eru mikilvægir þegar þú undirbýrð garðinn þinn fyrir veturinn:

Undirbúningsverkefni. Hvað gerist með garðinn á veturna? Þarftu að gera eitthvað sérstakt til að vernda fjölærar plöntur eða blómabeð á köldum dögum? Við bjóðum upp á frábærar hugmyndir varðandi hvernig þú kemur garðinum í vetrarbúning, allt frá jarðvinnslu til varðveislu á plöntum.

Haltu garðinum lifandi og flottum á veturna. Þú getur haldið garðinum fallegum þótt það sé ískalt úti. Gefðu þér tíma til að kynna þér vetrarblóm.

Settu garðinn í vetrarbúning fyrir notalegar stundir útivið. Nýttu útisvæðið - jafnvel á veturna. Með réttu skreytingunum leggurðu áherslu á náttúrufegurð garðsins í köldu vetrarlofti.



Gardening equipment leaning against the shed wall in the winter

A big, indoor greenhouse garden with winter sceneries



Fyrstu 4 verkefnin sem verður að sinna


Þá er komið að vinnunni! Eftirfarandi eru 4 helstu garðyrkjuverkefni vetrarins:


1. Hreinsun


Fyrsta skrefið í vetrarundirbúningnum er að gera pláss fyrir komandi árstíð. Mikilvægt er að safna saman föllnum laufum, ávöxtum og grænmeti. Þar að auki þarf að reita arfa, gera safnhaug úr dauðum plöntum og þrífa garðinn. Mundu að fjarlægja bönd, búr eða fylgihluti sem þú notaðir fyrir uppskeruna.

xl tip

Hafðu í huga að þú þarft að passa upp á garðáhöldin þín. Sum áhöld gætu þurft hreingerningu eða smurningu og öðrum gæti þurft að skipta út eða gera við. Framtíðarsjálfið þitt mun þakka þér ef þú gerir þetta núna.

 

Outdoor swing bench with a snowy background

satuja (Instagram)


2. Jarðvinnsla


Þegar kemur að því að gera garðinn tilbúinn fyrir veturinn þá leggja menn gjarnan meiri áherslu á plönturnar en jarðveginn. Sannleikurinn er sá að heilbrigði og framleiðni gróðursins ákvarðast af ástandi jarðvegsins. Haustið er tíminn fyrir jarðvegsprófanir og notkun næringarefna.

Byrjaðu á því að taka sýni af jarðveginum til að ákvarða hvort hann sé súr, basískur eða hlutlaus og hvaða áburðarefna hann krefst. Réttur áburður hjálpar þér að hækka magn fosfats og kalíums, sem mun að lokum stuðla að góðum rótarvexti og styrk.

Mikilvægt er að vökva jarðveginn þegar búið er að bera áburð á hann, þá sérstaklega ef ekki er von á rigningu. Við leggjum einnig til að þú gerir það áður en frystir þar sem rök mold heldur hita betur en þurr mold. Það verndar rætur plantnanna og dregur úr hættu á kuldaskaða ef þú vökvar moldina áður en frystir, jafnvel kvöldið áður ef þú hefur færi á því.



Frozen evergreen plant

First frost on the ground with evergreen plants



3. Hvernig þú undirbýrð fjölærar plöntur fyrir veturinn


Þú ert líklegast með fjölærar plöntur sem spretta upp ár eftir ár í garðinum. Jafnvel þó að plönturnar séu sterkar þá þarftu að skilja hvernig þú undirbýrð fjölærar plöntur fyrir veturinn til að tryggja að þær lifi kuldann af. Gott er að þekja þær með laufum, furustráum eða trjákurli. Þetta eykur frjósemi jarðvegsins og hjálpar til við varðveislu raka og hitastigs í jarðveginum.

Þú getur einnig valið að hylja plönturnar á veturna með köldum ramma til að koma í veg fyrir að þær frjósi. Ef þú vilt frekar vetrargarð sem lítur snyrtilega út þá er annar valkostur að skera hreinlega fjölæru plönturnar til grunna, hylja þær með lífrænum úrgangi og láta þær leggjast í dvala.

xl tip

Ræktar þú fjölærar plöntur í pottum? Ef svo er þá mælum við með því að þú farir með þær innfyrir, jafnvel í skúr eða á verkstæði.

 

Outdoor seating area with glass roof and walls

husetpaholmkroken (Instagram)


Hvernig tré og runnar fara að því að lifa veturinn af


Það er hluti af því að undirbúa garðinn fyrir veturinn að koma öllum trjám, runnum og blómum í form. Áður en frystir þá verðurðu að muna að gefa plöntunum og trjánum nóg af vatni. Til að viðhalda stöðugum jarðvegshita fyrir ræturnar þá er gott að þú haldir áfram að snyrta gróðurinn og hylja hann með lífrænum úrgangi. Þú gætir einnig íhugað að hylja hann með skyggni úr striga eða dúk, allt eftir því hvaða tegundir plantna og trjáa þú ert með.


xl tip

Vissirðu að þú getur þakið rætur plantna með aukajarðvegi til að koma í veg fyrir að þær frjósi? Þú býrð einfaldlega til hrúgu af jarðvegi við grunn trésins eða plöntunnar áður en þú bætir lífræna úrganginum við.



Orange winter berries on branches in the winter

Red winter berries with frost



Bestu plönturnar fyrir vetrargarð


Það eru til fleiri vetrarplöntur fyrir útisvæði en þú getur ímyndað þér og þær fá garðinn algjörlega til að glitra á veturna. Ef bakgrunnurinn er fyrst og fremst grár þá munu innréttingarnar í garðinum breytast verulega ef þú ákveður að bæta lit við. Klifurplöntur eru t.d. bæði aðlaðandi og aðlögunarhæfar. Nota má hina mögnuðu skrautblöðku til að hylja girðingar eða garðboga til að búa til miðpunkt í garðinum.

Vetrarber eru ótrúlega skemmtileg þar sem þau stinga í stúf við hvíta fönnina og gefa gífurlega mikla hátíðarstemningu. Runnar með breiðum laufum og aðrir sígrænir runnar og tré, sem og barrtré með nálum, mynda frábærar vetrarplöntur sem þurfa lítið viðhald.



Green conifer tree branch

Different coloured hyacinths in close-up



Auk þess er jólarósin með fallegum bleikum litbrigðum afar góður kostur ef þú vilt hafa blóm í garðinum. Vetrarútgáfan af ilmsóley er einnig afar þrautseigt blóm sem fær garðinn til að ljóma.

xl tip

Mundu að gróðursetja blómlauka fyrir vorið - við efumst ekki um að þú munir kunna að meta glaðninginn þegar fer að glitra í plönturnar í gegnum fönnina! Vetrargosinn gefur okkur von í byrjun ársins með viðkvæmri fegurð sinni. Önnur vetrarplanta sem umbreytir útliti garðsins er vorírisin, en hin einstaka hýasinta gefur hins vegar alveg sérstakt yfirbragð með sérstæðum ilminum.

 

Beautiful candle jars for winter decoration outdoors



Hvernig er gott að skreyta garðinn á veturna


Hér hjá vidaXL hvetjum við þig alltaf til að hugsa um útisvæðið sem framlengingu á innisvæðinu. Undirbúningur vetrargarðsins þýðir einnig að þú getur búið til útisvæði sem gerir þér kleift að njóta garðsins á veturna. Fáðu innblástur frá hugmyndum okkar fyrir vetrargarða og hannaðu eign sem býður upp á allt sem þú þarft, allt árið um kring.

  • Hafðu það notalegt

  • Á köldum dögum er alveg ómissandi að veröndin eða bakgarðurinn sé notalegur og þægilegur. Íhugaðu að nota hitara á veröndinni til að hita upp svæðið og ekki gleyma því hversu stílhreint og hagnýtt eldstæði getur verið. Auk þess sem það þjónar því augljósa markmiði að hlúa að fólki á vetrarnóttum þá getur eldstæði auðveldlega orðið miðpunktur garðsins. Við mælum með því að þú fjárfestir í þægilegum teppum og útimottum til að fullkomna útlitið.

  • Leyfðu sköpunargáfunni að skína

  • Vantar þig lokaða verönd þegar það er sérstaklega kalt í veðri? Minnsta málið! Þú gætir breytt skúr í þægilegt umhverfi til að slaka á. Þú getur hannað þitt eigið athvarf í vetrargarðinum þínum með réttu útihúsgögnunum, skreytingunum og nokkrum hagnýtum hlutum til að halda á þér hita.

  • Kynntu þér smáatriðin sem skipta sköpum

  • Ekki er hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi viðeigandi garðlýsingar. Þegar þú undirbýrð garðinn fyrir veturinn þá skaltu hafa í huga að dagarnir eru styttri á veturna og því er rétt lýsing ómissandi fyrir kósístemninguna. Ýmsir möguleikar eru í boði, allt frá nútímalegum jarðljósum til garðljósastaura með gamaldags yfirbragði. Þú finnur fleiri hugmyndir hér sem hjálpa þér að velja hina fullkomnu garðlýsingu!

     

    Sunbathing spot on the patio in winter-time

    lesevel_home (Instagram)