Góð ráð fyrir vorverkin í garðinum

Garðurinn · 22. Júlí 2022


Gardening in a greenhouse


Það er kannski ennþá vetrarkuldi í loftinu en brátt fer þó að koma tími til að kíkja út í garð. Núna er nefnilega rétti tíminn til að huga að vorverkunum í garðinum og koma útirýminu í stand fyrir nýja árstíð.

Til að meta umfang verksins þarf að fara yfir skaðann sem veturinn náði að gera í garðinum. Allt frá viðhaldi á palli eða stétt til vorhreingerningar, það eru alltaf nokkur verk sem þarf að klára áður en skipt er yfir í skemmtilegri verkefni - skraut og innréttingar fyrir útirýmið. Hér eru nokkur mikilvæg skref til að fylgja þegar byrjað er á vorverkum í garðinum.


Gardening in a greenhouse


Fyrstu 4 verkin í vorgarðyrkju


Ef þú ert nýgræðingur í umsjón útirýmis ertu kannski ekki alveg með það á hreinu hvenær er rétti tíminn fyrir hin og þessi garðverk. Besti tíminn til að meta ástand garðsins eftir veturinn er síðla vetrar og snemma vors. Þetta má líta á sem nokkurs konar heilsufarsskoðun fyrir plönturnar áður en komið er að því að blómstra aftur. Við yfirferð garðsins geturðu fylgt eftirfarandi ráðleggingum fyrir vorið í garðinum:

 

  • Byrjaðu á almennri tiltekt og hreinsun. Fjarlægja þarf rusl og plöntuúrgang úr blómabeðum og annars staðar þar sem plöntur eiga að vaxa. Hreinsaðu upp visnað lauf og smágreinar af grasflötinni.

  • Athugaðu ástand fjölærra plantna. Kalt vetrarveður getur skemmt plönturnar, svo vorið er rétti tíminn til að umplanta þeim ef þörf er á. Jarðvegurinn sem þú notar þarf að vera ríkur af næringarefnum sem hjálpa plöntunum þínum að dafna. Mældu gæði jarðvegs áður en gróðursetning hefst. Eftir gæðamælingu þarf að fóðra jarðveginn með þeim lífrænu efnum sem þarf með t.d. áburði eða moltu.

  • Undirbúðu garðinn þinn fyrir vorið með því að klippa og snyrta tré, runna og annan gróður eftir frostið. Hvert garðyrkjutímabil þarf að hefja með grunnviðhaldi svo að plöntur og trjágróður lifni vel við aftur. Áður en farið er af stað með klippurnar skaltu skoða vel hvaða aðferðir er best að nota fyrir gróðurtegundirnar í garðinum og nota viðeigandi verkfæri og búnað.

  • Ekki gleyma pallinum eða stéttinni. Miklar breytingar á hitastigi í lofti og jörð geta leitt til þess að það losni um steina og hellur. Ef það hefur gerst þarf að jafna þau aftur niður. Athugaðu hvort gera þurfi við girðingar, hábeð og skjólveggi. Því fyrr sem byrjað er á viðhaldsvinnu því betra, þar sem henni ætti að vera lokið áður en plönturnar fara að blómstra. Fyrir nýtt og ferskt útlit getur verið góð hugmynd að mála eða lakka girðingar og/eða veggi. Fáðu alla fjölskylduna að taka þátt og gerðu sem mest úr samverunni utandyra!


Gardening in a greenhouse


Gardening in a greenhouse



Hvernig á að skreyta fallegan vorgarð


Eftir að hafa undirbúið garðinn fyrir vorið, þegar allar plöntur og tré eru að vakna aftur til lífsins, er kominn tími til að endurnýja hvíldarrýmið í garðinum. Geymirðu ekki garðhúsgögnin innandyra á veturna? Nú er kominn tími til að ná í þau, þrífa þau og skoða ástandið á þeim áður en þeim er komið fyrir á sínum stað.

Mögulega er kominn tími til fríska upp á garðinnréttinguna með nýjum húsgögnum. Það fyrsta sem þarf að huga að er rýmið sjálft sem þú hefur að vinna með og hvernig þú vilt verja tíma þínum í því. Allir vorgarðar líta yndislega út og fá okkur til að vilja hægja á okkur og njóta lífsins úti í ferska loftinu. Það þarf bara að hafa í huga að á vorin er ennþá svalt úti og rýmið þarf að endurspegla það.



Gardening in a greenhouse


Hverjar eru nokkrar af bestu vorlausnunum fyrir úti-innréttingar?


Bistrósett eru frábær fyrir lítil útisvæði, eins og svalir og verandir. Þessi glæsilegu sett setja rómantískan svip á rýmið og undirstrika náttúrulegt umhverfi. Bistrósettin eru tilvalin fyrir morgunverð í rólegheitum eða vinaspjall yfir kaffibolla.

Fyrir rúmgóða garða, mælum við með því að þú skoðir úrvalið okkar af garðhúsgagnasettum. Kannski viltu setja upp notalegt sólbaðshorn við pottinn eða koma sólstólum fyrir undir uppáhaldstrénu. Þau félagslyndu sem vilja bjóða fólki heim og eiga góðar stundir undir berum himni ættu að setja útiborðsett á innkaupalistann. Að velja sett frekar en staka stóla og borð, er einfaldasta og fljótlegasta leiðin til að útbúa borðkrók í útirýminu.

Þegar þú velur útiinnréttingu fyrir vorið skaltu hafa í huga að það eru smáatriðin sem skapa notalega stemningu og kósí útirými. Allt sem þarf að gera er að finna út hvaða stíl þú vilt hafa í garðinum og velja réttu fylgihlutina til að undirstrika náttúru og fegurð rýmisins.