Hugmyndir fyrir borðstofuna & leyndarmálið að fallegum innréttingum

Innanhússhönnun 22. Júlí 2022



maison_de_melanie (Instagram)

 

Lítur þú á borðstofuna sem mikilvægasta rými heimilisins? Sumum finnst eldhúsið vera hjarta heimilisins, öðrum finnst það vera svefnherbergið, sem sér til þess að við getum slakað á og hlaðið andlegu batteríin. Flest heimili hafa ekki pláss til að taka heilt herbergi eingöngu undir borðhald svo borðstofur gleymast oft þegar hugað er að því hvernig rými skipta okkur mestu máli.

Það er þó helst við matarborðið sem okkur gefst tækifæri til samveru og samtals og að sjálfsögðu er það ramminn fyrir frábærar máltíðir! Matarborðið og sú merking sem það hefur fyrir heimilið getur verið mismunandi, enda eru fjölmargir möguleikar í boði, allt frá barstólum við eldhúseyju í litlu stúdíói og upp í sérhannað borðstofurými. Þú getur líka rammað borðhaldið inn á þann hátt sem hentar þínu heimili best og það án þess að kafa of djúpt ofan í veskið. Þó húsgögnin ráði mestu um það hvernig plássið nýtist, eru það smáatriðin sem gera borðstofusvæðið að notalegum stað til að koma saman.

Við tókum saman nokkur frábær ráð sem þú getur nýtt þér til að hanna borðstofuhornið sem þig hefur dreymt um. Og ekki gleyma að réttu húsgögnin fást einnig hjá okkur! Til að veita innblástur og hugmyndir, leituðum við til nokkurra vel valinna viðskiptavina sem hafa innréttað falleg borðstofusvæði - sjáðu hvernig vörurnar okkar líta út á alvöru heimilum!


binnenkijken_bij_gerdy


binnenkijken_bij_gerdy (Instagram)

 

Hvernig er best að innrétta borðstofuna?

 

Nú þegar margt fólk ver meiri tíma heima við en áður vegna heimsfaraldursins, höfum við tekið eftir aukningu í fyrirspurnum um endurnýjun og skipulag heimilisins, t.d. borðstofu. Við reiknum með því að ástæðan sé þessi aukna viðvera inn á heimilinu og því finni fólk hjá sér þörf fyrir að gera heimilið enn notalegra. Til að byrja með skaltu skoða stærð rýmisins, tilganginn með yfirhalningunni (viltu t.d. skapa nánara andrúmsloft við borðhaldið, nýta borðstofuborðið sem samkomustað fjölskyldunnar, bjóða fólki heim eða eitthvað allt annað?) og hvaða stíl þú vilt hafa á því.

Ef rýmið er rúmgott er ekki úr vegi að velja stórt borðstofuborð. Við stórt, rétthyrnt borð getur komið vel út að velja 2 veglega stóla við borðendana og nota minni stóla í öðrum stíl við langhliðarnar, eða setja bekk öðru megin. Opið rými þarf að sameina notalega stofu þar sem gott er að slaka á og hagnýtt borðsvæði þar sem allt heimilisfólk getur komið saman. Rétthyrnt eða sporöskjulaga borð fyrir sex manns sem einnig væri hægt að nota sem vinnuborð er tilvalinn kostur fyrir opin rými. Þægilegir stólar eru auðvitað ómissandi en léttir stólar sem auðvelt er að færa til gefa þér aukið svigrúm til að breyta til eftir hentugleika. Hinum megin í opna rýminu er tilvalið að koma fyrir sófa, hægindastólum og sófaborði og nota mottu í stíl til að afmarka svæðið.



ma_ptite_pause_deco (Instagram)

 

Borðstofurými sem er lokað af á milli stofu og eldhúss getur hentað vel fyrir stórt hringborð á fallegri gólfmottu. Með hringborðinu kemur vel út að hengja ljósakrónu yfir borðið til að gefa rýminu tignarlegan blæ. Gætið þess að lægsti hluti ljósakrónunnar hangi 76-91 cm frá borðplötunni. Settu fallegan skenk eða glerskáp upp við vegg til að geyma allt sem þarf að hafa við höndina í borðstofunni.

Þegar þú hefur tekið ákvörðun um hvernig þú vilt nýta rýmið sem er til staðar er kominn tími til að velja innréttingarnar. Leyndarmálið á bakvið notalega, stílhreina og hagnýta borðstofu er jafnvægið á milli notagildis og smekks. Með því er átt við að velja húsgögn sem draga fram það besta í rýminu og - með réttum húsgögnum og aukahlutum - gera það að eftirlætissamkomustað heimilisfólks.

Þá komum við að næsta skrefi, sem er eitt það mikilvægasta: Að velja rétt húsgögn og aukahluti fyrir borðstofurýmið. Hér á eftir færðu gagnleg ráð og við ljóstrum upp leyndarmálum sérfræðinga um bestu leiðirnar til að velja húsgögn sem setja rétta svipinn á rýmið.


am_mindeltalblick


am_mindeltalblick (Instagram)

 

Réttu húsgögnin fyrir fallega borðstofu

 

Ef þú hefur hugmyndir um það hvaða stíl þú vilt hafa ráðandi, er upplagt að byrja á því að velja borð. Það gæti virst óyfirstíganlegt verkefni að velja rétta borðstofuborðið úr fjölbreyttu úrvalinu. Hvað þarf að hafa í huga varðandi lögun, stærð, efnivið og stíl?

Nokkur lykilatriði á borð við hversu margir nota borðið, reglulegar gestakomur og lögun rýmisins ráða miklu um það hvaða borð hentar best. Ílöng eða sporöskjulaga borð eru klassísk af þeirri einföldu ástæðu að þau nýta vel það gólfpláss sem er til staðar miðað við sætisfjölda. Hringborð og ferningslaga borð skapa notalega umgjörð utan um borðhaldið og skapa nána stemningu milli matargesta.

Stólarnir sem þú velur við borðstofuborðið hafa ekki minna vægi fyrir andrúmsloftið. Hér getur þú leikið með form og fagurfræði og valið borðstofustóla sem brjóta upp hönnunina í rýminu. Að sjálfsögðu er einnig hægt að velja borðstofusett með bæði borði og stólum í stíl fyrir samræmdan heildarsvip. Ef ætlunin aftur á móti er að skapa einstakt borðrými sem endurspeglar þinn eigin smekk, skaltu velja þau húsgögn sem þér finnst áhugaverð, hvort sem þau eru stök eða í setti. Ólíkur efniviður í borði og stólum getur myndað skemmtilegar andstæður en um leið verður til einstakur heildarsvipur.



studio_hstd (Instagram)

 

Nauðsynjar fyrir borðstofurýmið og lykillinn að vel heppnaðri endurnýjun

 

Það mætti segja að borðstofan sé eins og auður strigi á fyrsta stigi endurnýjunarinnar. Nú er kominn tími til að mála myndina með þeim húsgögnum sem undirstrika notagildi borðstofunnar fyrir þig. Húsgögnin sem þú velur endurspegla sköpunargáfu og hugmyndaflug þitt við hönnun rýmisins.

 

  • Stílráð númer 1: Þegar þú innréttar borðstofuna skaltu gera það með heildarrýmið í huga. Hvað er það stórt, hversu mikil náttúruleg birta kemur inn, hvaða stíll passar inn í það? Ef rýmið fær ekki mikla birtu inn um glugga þarf t.d. að gæta þess að velja lýsingu sem bætir það upp. Það er alltaf gott að setja upp ljósakrónu fyrir ofan borðið en ef það er ekki nóg er hægt að bæta við stökum lömpum, sem gefa einnig möguleikann á að breyta lýsingunni þegar líður á kvöldið og gestirnir fara að spjalla saman. Ef það er góður gluggi í rýminu þarf að huga að gluggatjöldum, en þau geta gert afar mikið fyrir dýpt rýmisins og heildarsvipinn.

  • Stílráð 2: Plöntur lífga upp á öll rými. Þú þarft ekki að örvænta þó þú hafir ekki grænustu fingurna í bænum. Gerviplöntur eru alveg nógu fínar!

  • Stílráð 3: Þú hefur fullt leyfi til að gera hlutina á þinn eigin hátt. Ef þér finnst opna rýmið ekki gefa nógu mikla nánd geturðu notað skilrúm til að stúka borðstofukrókinn af. Þú getur valið úr fjölmörgum mismunandi týpum, ein af þeim er örugglega sú rétta fyrir rýmið þitt.


cozyrustic_home


cozyrustic_home (Instagram)

 

  • Stílráð 4: Notaðu frumlega fylgihluti til að skapa þinn eigin stíl. Þetta gæti t.d. verið borðskreyting, vegglistaverk eða galleríveggur með fjölskyldumyndum. Mörgum finnst tónlist einnig vera ómissandi hluti af borðhaldinu, hvort sem það er hversdags með fjölskyldunni eða þegar gestir koma í mat. Hvers vegna ekki að setja upp góða hátalara í borðstofunni?!

  • Stílráð 5: Vertu alltaf tilbúin/n þegar gesti ber að garði. Félagslyndu týpurnar sem bjóða oft heim þekkja þetta ráð eflaust. Lykillinn að því að gera það einfalt að taka á móti gestum er að hafa gott geymslupláss í borðstofurýminu fyrir allt sem þarf fyrir gott boð, t.d. borðbúnað og spil! Veldu húsgögn í samræmi við það sem þú vilt gera með gestunum þínum; við eigum til úrval af skenkum og skápum, vínrekkum og öðrum hirslum.


marydecohome46


marydecohome46 (Instagram)

 

Hvað er borðstofan þegar hún er ekki í notkun?

 

Borðstofa er, eðli málsins samkvæmt, ekki í notkun allan daginn. Hvernig er þá best að nýta borðið og rýmið allt þegar borðhaldinu lýkur? Aukahlutir og skrautmunir fyrir borðstofuna ættu að vera einfaldir en gleðja augað um leið. Til dæmis er einfalt að leggja bakka á borðið með skrautmunum eða veitingum. Ef kósíheit eru markmiðið eru afskorin blóm í vasa og kerti (vaxkerti eða rafhlöðukerti, þú velur!) alltaf klassísk. Ekki gleyma að velja góðan heimilisilm. Uppáhaldsilmurinn undirstrikar enn frekar persónuleikann sem þú setur í rýmið.

Fyrir þá sem hafa gaman af DIY verkefnum gæti verið góð hugmynd að endurnýja núverandi borð með nýrri borðplötu eða -fótum. Svona smáatriði eru það sem gefa rýminu persónulegt yfirbragð og gerir það eftirminnilegt fyrir gestina sem þú býður heim.