Maximalískur innanhússhönnunarstíll


Kynntu þér líflegan heim maximalismans


Ímyndaðu þér maximalískan heim þar sem meira er klárlega meira. Við skoðum hvernig hægt er að hanna rými sem grípur augað með djörfum litum og áferðum. Þú kemst að því hvað gerir maximalíska innanhússhönnun stórkostlega.

 

Hver eru meginatriðin við maximalíska stílinn?

Maximalismi fagnar notkun á líflegum litum, skemmtilegum áferðum og margslungnum húsmunum. Þetta snýst um að brjótast út fyrir múra hefðbundinna norma og fagna því óvenjulega.


Heill her af maximalískum litum

1 / 3

Maximalisminn lifnar við með djarfri litapallettu - eins og til dæmis líflegum vínrauðum litum eða jafnvel gulum - og hann setur þannig glaðlega stemningu á rýmið. Notaðu svo allskyns prent með björtum mynstrum og mundu að vera með áhersluhluti sem grípa augað.

Maximalísk efni sem þú munt elska

2 / 3

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að efnum í maximalískri hönnun. Það skiptir ekki máli hvort efnið sé dúnmjúkt flauel, sléttur málmur, hör með skemmtilegri áferð eða vara úr fjöðrum - hvert efni hefur ákveðin áhrif á rýmið sem ýtir undir þennan einstaka stíl.

Ómissandi húsmunir í maximalískri innanhússhönnun

3 / 3

Húsmunir stela kastljósinu í maximalíska stílnum. Við erum að tala um skrautlegar ljósakrónur, áhugaverðar styttur og veggfóður sem grípur augað.

Settu maximalískan blæ á heimilið í 3 auðveldum skrefum!

Ertu að spá í hvernig þú innréttar í maximalískum stíl? Fylgdu þessum 3 einföldu skrefum til að setja „meira er meira“ yfirbragð maximalismans á heimilið.


  • Skref 1: Blandaðu saman hagnýtni og áberandi stíl

    Veldu skrautlega sjónvarpsskápa og geymslulausnir í einstakri hönnun - við erum að tala um ómissandi hluti sem grípa augað í maximalísku heimili sem er einnig praktískt.


  • Skref 2: Fagnaðu margslunginni fágun

    Finndu gleðina í að leika þér með mismunandi laganir og andstæðar hannanir þegar þú velur sófa, borðstofustóla eða armstóla. Hafðu þægindin í fyrirrúmi en mundu þó að hafa hlutina skemmtilega og litríka svo að þeir flikki upp á innréttingarnar.


  • Skref 3: Hannaðu maximalískan griðastað fyrir vini og vandamenn

    Gerðu heimilið að líflegum stað fyrir fjölskyldu og vini með ómissandi hlutum á borð við fágaða bekki, flotta fótskemla og notalega gólfpúða. Ekki gleyma að vera með stílhreint sófaborð til að gera stofuna enn betri.


Maximalískir nauðsynjamunir bíða þín

Skoðaðu ómissandi hluti fyrir maximalískan griðastað sem er algjörlega fullkominn—hvort sem það eru djörf húsgögn eða einstakir áherslumunir.


Versla vörur keyboard_arrow_right


 

Maximalískar hönnunarhugmyndir frá kúnnunum okkar

Fáðu alvöru innblástur fyrir maximalíska innanhússhönnun í #sharemevidaxl galleríinu okkar. Nældu þér í hugmyndir og taktu skrefið í átt að maximalísku heimili.


 

Hannaðu hvert herbergi í maximalískum stíl

Leiktu þér með stílinn og settu maximalisma á stofuna, svefnherbergið eða borðstofuna. Settu persónulegan svip á heimilið og finndu margslungna blöndu af litríkum hlutum.


Maximalismi í stofunni

Umbreyttu stofunni í einstakan og fágaðan kósístað. Veldu plussuð sæti, efni með skemmtilegri áferð og húsgögn í einstakri hönnun sem setja maximalískan blæ á stofuna.

Maximalískt svefnherbergi

Fáðu svefnherbergið til að grípa augað með margslungnum maximalisma. Notaðu íburðarmikil efni, notalegar mottur og einstök húsgögn til að hanna draumkennt og maximalískt heimili.

Maximalísk borðstofa

Breyttu borðstofunni í maximalískt meistaraverk. Veldu litríkt veggfóður, blandaða borðdúka og heillandi áhersluhluti til að gera borðhaldið margslungið.

Skoðaðu alla innanhússstíla


Ertu óviss um hvaða stíll hentar þér best?

Sjá allt







Meiri innblástur


 

Úr verslun okkar og heim til þín - Vertu með í #sharemyvidaxl myndasafninu!

Fáðu innblástur með vidaXL!

Langar þig til að innrétta draumaheimilið? Hér finnurðu ekki bara úrval af húsgögnum heldur líka góðar hugmyndir fyrir heimili og garð. Við höfum tekið saman innblásturshugmyndir yfir þekktustu stílana í innanhússhönnun og fallegustu trendin í augnablikinu.

Heimilið er staður sem þú getur leyft persónuleikanum þínum að skína í gegnum öll smáatriðin. Við bjóðum þér að næla þér í innblástur með okkur og skoða lista yfir vinsælustu innréttingastílana. Þú getur valið á milli minimalískrar fegurðar skandinavíska stílsins og nútímastílsins eða bætt við djörfum blæ með iðnaðarlegu útliti. Íhugaðu sveitastíl við hönnun heimilisins - hann býr yfir grófum áherslum sem eru algjörlega ómótstæðilegar. Hvað með heillandi bóhemstíl eða retróstíl? Skoðaðu þessa hönnunarstíla!


#sharemevidaXL: Vörurnar okkar, þín hönnun

Sannleikurinn er sá að við fáum oft hugmyndir frá viðskiptavinum okkar sem sýna okkur hvernig þeir nota vörurnar okkar til að innrétta heimilið. Það má því segja að við sækjum innblástur til viðskiptavinanna. Við elskum þegar kúnnarnir okkar deila innréttingahugmyndum með okkur. Við lítum á þetta sem frábæran innblástur fyrir bæði heimili og garð.

Til að fagna þessari hringrás hugmynda settum við upp síðu sem sýnir helstu trend og stíla ársins hjá viðskiptavinum okkar. Fáðu hugmyndir frá kúnnunum okkar með því að fara á #sharemevidaxl. Síðan fagnar sköpunargleði og innréttingastíl viðskiptavina okkar um allan heim. Hér geturðu séð hvernig húsgögnin okkar koma út á alvöru heimilum um allan heim. Þannig færðu innblástur og skýrari mynd af því hvernig húsgögnin eru líkleg til að koma út á heimilinu þínu! Langar þig til að vera með? Skoðaðu skilmálana hér!


Skráðu þig á póstlistann okkar

Vissirðu að þú gætir fengið innblástur fyrir hönnun heimilisins í tölvupósti? Við kynnum til sögunnar: Fréttabréfið okkar! Þú einfaldlega skráir þig og við sendum þér fréttabréfið okkar, stútfullt af gagnlegu efni. Í fréttabréfinu okkar finnurðu innblástur fyrir heimili og garð, hugmyndir að skreytingum eða skemmtilegum nytjahlutum og allt þar á milli sem ætti að vera til á hverju heimili.

Þú færð tilkynningar um ný og spennandi trend og vinsæla hönnunarstíla. Nýttu þér fréttabréfið okkar sem innblástur fyrir hönnunarverkefni heimavið! Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu hluti af vidaXL samfélaginu!