Gerðu það besta úr blokkarsvölum!

Garðurinn · 26. Júlí 2022

Fyrir marga íbúa þéttbýlissvæða eru svalirnar eina útirýmið sem þeir hafa einkaaðgang að. Og það er ekki að ástæðulausu sem svalir má finna á öllum fjölbýlishúsum: Þrátt fyrir að búa í borg er þörfin fyrir frið, ferskt loft og náttúrutengingu rík í okkur mannfólkinu. Allar svalir, hversu stórar eða litlar sem þær eru, má hæglega gera að notalegu og friðsælu útirými.

Allt sem þarf er góð hugmynd og svalahúsgögn sem sameina notagildi og stíl. Smekkur fólks er misjafn en það ættu allir að geta fundið húsgögn og skrautmuni á svalirnar sem undirstrika bæði persónulegan smekk og notagildi. Kíkjum á nokkrar frábærar hugmyndir fyrir svalirnar.

 

botanical balcony with rattan chairs and wooden table



Góð ráð fyrir svalainnréttingar og skreytingar


Leyfðu eigin smekk og hugmyndum að ráða ferðinni. Áður en farið er af stað er gott að vera með það á hreinu hvernig rýmið verður notað. Skoðum nokkrar mismunandi útfærslur og hvaða húsgögn henta best.


Borðhald á svölunum


Morgunverður við fuglasöng eða kvöldverður með sólsetrið í bakgrunni hljóma ansi notalega. Ef þú vilt nota svalirnar fyrir borðhald þarftu að finna stóla og borð sem henta svölunum. Bistrósett er góður kostur. Þau eru lítil og hagnýt og henta því sérlega vel á litlar svalir. Bistrósettin skapa afslappandi andrúmsloft í frönskum stíl á svölunum.


 

lifeofsy (Instagram)


Notaleg slökun


Viltu njóta þess að sitja úti og slaka á með bók í hönd eða horfa á útsýnið? Fyrir slökunarrýmið er hægt að velja um margskonar svalahúsgögn, allt eftir stærð og lögun svalanna. Egglaga stólar eru fallegir, taka lítið pláss og hægt að sitja lengi í þeim án óþæginda. Fyrir stærri svalir koma sólbekkir og sólstólar sem hægt er að halla aftur einnig til greina ef ætlunin er að njóta sólarinnar úti á svölum. Einnig er hægt að finna lítinn garðsófa eða bekk og nota mjúka púða og sessur til að auka þægindin.


 

a pallet couch and a big, fluffy blanket

say.november (Instagram)


Líkamsrækt á svölunum


Ef þú stundar jóga eða vilt rækta líkamann heima við er hægt að nota svalirnar fyrir æfingar í fersku útilofti. Þú vilt þá kannski tryggja þér gott næði á svölunum (sjá ábendingar hér fyrir neðan) en þegar það er komið er hægt að útbúa notalegt æfingasvæði. Vertu þó viss um að svalirnar séu nógu rúmgóðar til þess að þú getir athafnað þig án vandræða. Taktu jógamottuna eða annan æfingabúnað með þér út og njóttu þess að þjálfa líkamann í sólinni.


  • Gott ráð 1 Ef plássið á svölunum er lítið kemur best út að velja baklausan bekk. Hann tekur minna pláss og heldur rýminu opnu.

  • Gott ráð 2 Rólustólar eru frábærir á svalir, sérstaklega ef það eru börn á heimilinu!

  • Gott ráð 3 Notaðu gólfpúða og kolla sem aukasæti. Það er þægilegt að sitja á þeim og þeir fást með áklæði í ýmsum litum og mynstrum eftir því hvaða áherslur þú vilt hafa á svölunum.

 

kellskrib (Instagram)


Algeng vandamál við svalainnréttingu


Ýmis vandamál geta komið upp þegar farið er af stað í svalayfirhalningu. Engar áhyggjur, það eru til fínar lausnir á þeim algengustu. Sem betur fer geturðu fengið góð ráð hjá okkur!


Litlar svalir og takmarkað pláss


Jafnvel minnstu svalir er hægt að innrétta á hagnýtan hátt. Þar gildir að velja húsgögn sem nýta plássið sem best, t.d. bekki, gólfpúða og borð og stóla sem hægt er að leggja saman. Hengirúm getur líka komið skemmtilega út á litlum svölum!


 

sbhomestaying (Instagram)


Skortur á næði


Hér getur það hjálpað að skerma svalirnar af. Snyrtilegt skilrúm eða næðisveggur gefur svölunum fallegan svip utanfrá og þær nýtast þér einnig betur. Einnig er hægt að koma stórum plöntum fyrir á svölunum til að byrgja utanaðkomandi sýn.


Varnir gegn veðri og vindum


Viltu svalir sem nýtast fyrir útiveru hvort sem það er sól eða rigning? Hvernig sem veðrið er geta réttu fylgihlutirnir hjálpað þér að fá sem mest út úr útirýminu. Útdraganlegt skyggni er tilvalið fyrir hlýja rigningardaga. Einnig er hægt að nota tjöld til að mynda skugga fyrir sólinni. Þau fást í ýmsum útfærslum og hægt að velja það sem hentar þínum smekk best.


Svalirnar sem geymslurými


Ef þig vantar aukageymslupláss í íbúðinni geta svalirnar komið sér vel. Veldu rúmgott geymslubox á svalirnar, það getur líka nýst sem bekkur. Nýttu líka lóðrétta rýmið á svölunum. Settu upp hillur eða annars konar veggeiningar og sparaðu þannig gólfplássið.


 

mtgstyling (Instagram)


Svalir af öllum stærðum og gerðum


Það er einfaldast að hugsa um svalirnar sem framlengingu af íbúðinni. Það besta við svalirnar er að þær veita þér auðveldan aðgang að útiveru og fersku lofti og þú getur nýtt þær á þann hátt sem hentar þér best. Bæði stórar og smáar svalir má nýta á afar fjölbreyttan hátt. Kíkjum á nokkrar góðar hugmyndir!


Hafðu náttúruna með


Það er hægt að sinna ýmis konar garðyrkjuverkefnum á svölunum og útbúa fallegan blómagarð eða rækta matjurtir. Upphækkaðir beðkassar koma sér vel fyrir stærri plöntur, sem aftur á móti geta myndað meira næði þar sem sæist annars inn á svalirnar. Beðkassar með trellisgrind eru frábærir fyrir klifurplöntur og skapa afskaplega fallegan bakgrunn fyrir svalirnar.


Svalirnar sem vinnurými


Er eitthvað betra en að sinna vinnu eða námi undir berum himni? Það er einfalt að útbúa þægilegt og skapandi vinnurými á svölunum. Með réttum húsgögnum verður vinnan leikur einn! Útiborð og stóll er að sjálfsögðu það fyrsta sem þarf í vinnurýmið. Fartölvuborð eða borð sem hægt er að leggja saman getur komið sér vel í vinnuaðstöðu.


 

minimalistic setting on balcony, two chairs and a table

o.cieslik (Instagram)